Hoppa yfir valmynd

Starfsumhverfi stjórnenda ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með málefni forstöðumanna ríkisins. Unnið er að breytingum á starfsumhverfi forstöðumanna, sem miða að því að bæta stjórnendafærni þeirra og gera ríkið að eftirsóknarverðum vinnustað fyrir öfluga stjórnendur. Ný stjórnendastefna ríkisins verður kynnt á árinu 2019 og í henni birtast nánari markmið og áherslur.

Hluti af nýju starfsumhverfi stjórnenda er breytt launafyrirkomulag forstöðumanna, sem tekur gildi 1. janúar 2019. Frá þeim tíma byggist launaröðun starfa forstöðumanna ríkisins á samræmdu matskerfi þar sem störf þeirra eru metin með sambærilegum hætti. Grunnmat starfa skiptist í fjóra þætti út frá hlutverki og eðli stofnunar: Færni, ábyrgð, stjórnun og umfang. Hið nýja launafyrirkomulag kemur í stað úrskurða kjararáðs.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira