Hoppa yfir valmynd

Starfsumhverfi stjórnenda ríkisins

Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að umbótum á starfsumhverfi stjórnenda ríkisins. Markmið breytinganna er að efla stjórnun hjá ríkinu, styðja þau sem veljast til forystu til að ganga á undan með góðu fordæmi og eiga frumkvæði að betri og skilvirkari þjónustu við samfélagið. Ný heildstæð stjórnendastefna snýst um þá hæfni, þekkingu og eiginleika sem stjórnendur þurfa að bera til að geta sinnt skyldum sínum. Þar er því einnig lýst hvernig ríkið styður þá til að ná árangri.

Nýtt launaumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana, sem tók gildi 1. janúar 2019, er hluti breytinga á starfsumhverfi stjórnenda. Það leiðir af niðurlagningu kjararáðs og breytingum á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar er nú kveðið á um að launaákvarðanir tiltekinna starfa forstöðumanna verði framvegis á herðum fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Við umbætur á starfsumhverfi stjórnenda ríkisins, hefur verið virkt samráð við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og öll ráðuneytin. Þessu góða samstarfi verður haldið áfram við áframhaldandi þróun á starfsumhverfi stjórnenda.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum