Hoppa yfir valmynd

Stjórnendastefna ríkisins

Stjórnendastefna ríkisinsStarfsfólk ríkisins gegnir lykilhlutverki í opinberri þjónustu. Stjórnendur þurfa að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við og haft frumkvæði að breytingum í samfélaginu og sífellt flóknara starfsumhverfi. Búa þarf stjórnendum umhverfi þar sem eftirsóknarvert er að starfa og tækifæri gefast til að eflast og þróast í starfi. Stjórnendastefnan er liður í því að efla stjórnendur hjá ríkinu. Í stefnunni er kveðið á um hvaða hæfni, þekkingu og eiginleika stjórnendur þurfa að bera til að geta sinnt skyldum sínum og hvernig ríkið ætlar að styðja þá til að ná árangri.

 Stjórnendastefna ríkisins (PDF)

Stjórnendadagur ríkisins

Stjórnendadagurinn er vettvangur þar sem forstöðumenn hittast, eflast í starfi og ræða sameiginleg verkefni.

Stjórnendadagur ríkisins 2023

Árangur í síbreytilegu umhverfi var meginviðfangsefni stjórnendadags ríkisins 2023.

Kynningar frá stjórnendadeginum 2023

  1. Stjórnendasetur ríkisins: Efld árangursstjórnun. Ásta Einarsdóttir og Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingar í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  2. Umbótaverkefni til árangurs á breytingatímum.. Tékklisti umbótaverkefna. Guðrún Birna Finnsdóttir og Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingar í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  3. Leiðtogaþjálfun Dr. Alan Watkins um árangur í síbreytilegu umhverfi. Dr. Alan Watkins, Complete Coherence.

 

Stjórnendadagur 2022

Árangursmiðuð stjórnun og framkvæmd var meginviðfangsefni stjórnendadagsins 2022.

Kynningar frá stjórnendadeginum 2022

  1. Stjórnendastefna ríkisins og Stjórnendasetur ríkisins
    Ásta Einarsdóttir, Íris Huld Christersdóttir, Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingar í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  2. Heildstæð áætlanagerð
    Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  3. Árangursmiðuð stjórnun og framkvæmd.
    Hilda Cortez, Steingrímur Sigurgeirsson, Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingar í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  4. Leiðtogaþjálfun: Stefnumiðuð, tilgangsdrifin og egófrí stjórnun
    Thor Ólafsson, Strategic Leadership
  5. Deiglan, þekkingar- og þjónustumiðja ríkisaðila.
    Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSRE
    Guðmundur Arason framkvæmdastjóri leiguþjónustu FSRE
  6. Mannauður og stjórnendaupplýsingar
    Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu
    Ingþór Karl Eiríksson, fjársýslustjóri
  7. Stafræn skref - Stafrænt Ísland
    Andri Heiðar Kristinsson og Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, sérfræðingar hjá Stafrænu Íslandi
  8. Nýsköpunarmót 2022 og Stuðningur Ríkiskaupa við stofnanir
    Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
    Stefán Þór Helgason, sviðsstjóri hjá Ríkiskaupum

Stjórnendadagur 2021

Stjórnendadagur var haldinn 28. október 2021 undir yfirskriftinni  „Stjórnendur sem frumkvöðlar umbóta“.

Alls tóku yfir 100 stjórnendur stofnana þátt í stjórnendadeginum. Þar var m.a. rætt um innleiðingu stjórnendastefnu ríkisins, sem tók gildi 2019, og sérstök áhersla á hvernig stjórnendur hafa innleitt umbætur í starfsemi sína. Stjórnendur ræddu á vinnustofu um áskoranir í leiðtogahlutverkinu, deildu reynslu sinni af þeim og fengu innblástur varðandi eigin starfsþróun.

Frá degi stjórnenda 2021.

Þá kynntu umbótateymi fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjölbreytt verkefni sem ráðuneytið hefur unnið að, svo sem í gegnum Stafrænt Ísland, nýjan samning við Microsoft Office, niðurstöður Nýsköpunarvogarinnar og hlutverk stofnana í grænni umbyltingu með áherslur á sjálfbær innkaup. Þá var farið í umbótavinnustofu með stjórnendum um hvað þarf að gera til þess að bæta starfsemi hins opinbera til þess að geta tekist á við áskoranir framtíðar.

Kynningar frá stjórnendadeginum 2021

 

Stjórnendadagur 2019

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um stjórnendastefnu ríkisins þegar hún var kynnt árið 2019.

 

Margrét Hauksdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisins, ræðir stjórnendastefnuna

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum