Laun og starfskjör forstöðumanna og laun samkvæmt sérákvæðum í lögum
Laun og starfskjör forstöðumanna
Laun og önnur starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákveðin af fjármála- og efnahagsráðherra í samræmi við 39.gr. a laga nr. 70/1996.
Laun samkvæmt sérákvæðum í lögum*
Ákveðnir embættismenn, dómarar og þjóðkjörnir fulltrúar fá laun skv. sérákvæðum í lögum. Í eftirfarandi töflum er að finna sundurliðaðar upplýsingar um heildarlaun þeirra. Töflurnar sýna heildarlaun sem gilda frá 1. júlí 2022.
Laun þjóðkjörinna fulltrúa á Alþingi eru ákvörðuð skv. lögum um þingfarakaup alþingismanna og þingfarakostnað nr. 88/1995. Þingfarakaup er 1.379.222 kr. frá 1. júlí 2023. Upplýsingar um sundurliðun launa og kostnaðargreiðslna þingmanna eru að öðru leyti aðgengilegar á vefsvæði Alþingis.
*Tölurnar eru birtar með fyrirvara
Sjá upplýsingar fyrir stjórnendur og mannauðsfólk hjá ríkinu á mannauðstorgi á Ísland.is.
Mannauðsmál ríkisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.