Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Allir einstaklingar skulu vera jafnir að lögum óháð trúar- eða lífsskoðunum og öllum er frjálst að standa utan trúfélaga.

Þjóðkirkjan
Í stjórnarskránni er kveðið á um hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og ríkisvaldið skuli að því leyti styða hana og vernda. Hún nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka, í samræmi við lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Biskup Íslands fer með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum en kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um.

Ríkisvaldið ber hins vegar tiltekna ábyrgð gagnvart þjóðkirkjunni, þar á meðal fjárhagslega, og dómsmálaráðuneytið hefur umsjón með að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum.

Skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög
Heimilt er að skrá trú- og lífsskoðunarfélög að ákveðnum skilyrðum uppfylltum en við það öðlast félögin þau réttindi og skyldur sem skráð trú- og lífsskoðunarfélög njóta samkvæmt lögum.

Dómsmálaráðherra fer með yfirumsjón mála um trú- og lífsskoðunarfélög. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra annast skráningu þeirra og fer að öðru leyti með verkefni samkvæmt lögum er þau varða.

Sóknargjöld
Samkvæmt lögum um sóknargjöld o.fl. öðlast þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trú- og lífsskoðunarfélög hlutdeild í tekjuskatti, þannig að sóknargjöld greiðist til viðkomandi félags í samræmi við ákvæði laganna.

Sóknargjaldið reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjald einstaklings sem skráður er í þjóðkirkjuna rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir. Gjald einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi eða skráðu lífsskoðunarfélagi rennur til hlutaðeigandi félags.

Gjald einstaklinga, sem hvorki voru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rann áður til Háskóla Íslands. Því fyrirkomulagi var breytt með lögum árið 2009 og frá þeim tíma er gjaldið ekki innheimt.

Fjárhæð sóknargjaldsins á árinu 2017 var 920 kr. á mánuði.

Trú og lífsskoðun

Allir einstaklingar skulu vera jafnir að lögum óháð trúar- eða lífsskoðunum og öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. 

Þjóðkirkjan 

Í stjórnarskránni er kveðið á um hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og ríkisvaldið skuli að því leyti styða hana og vernda. Hún nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka, í samræmi við lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar

Biskup Íslands fer með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum en kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um.

Ríkisvaldið ber hins vegar tiltekna ábyrgð gagnvart þjóðkirkjunni, þar á meðal fjárhagslega, og dómsmálaráðuneytið hefur umsjón með að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum.  

Skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Heimilt er að skrá trú- og lífsskoðunarfélög að ákveðnum skilyrðum uppfylltum en við það öðlast félögin þau réttindi og skyldur sem skráð trú- og lífsskoðunarfélög njóta samkvæmt lögum.

Dómsmálaráðherra fer með yfirumsjón mála um trú- og lífsskoðunarfélög. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra annast skráningu þeirra og fer að öðru leyti með verkefni samkvæmt lögum er þau varða.

Sóknargjöld

Samkvæmt lögum um sóknargjöld o.fl. öðlast þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trú- og lífsskoðunarfélög hlutdeild í tekjuskatti, þannig að sóknargjöld greiðist til viðkomandi félags í samræmi við ákvæði laganna. 

Sóknargjaldið reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjald einstaklings sem skráður er í þjóðkirkjuna rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir. Gjald einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi eða skráðu lífsskoðunarfélagi rennur til hlutaðeigandi félags. 

Gjald einstaklinga, sem hvorki voru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rann áður til Háskóla Íslands. Því fyrirkomulagi var breytt með lögum árið 2009 og frá þeim tíma er gjaldið ekki innheimt.  

Fjárhæð sóknargjaldsins á árinu 2017 er 920 kr. á mánuði.

Lagagrunnur

Hér má finna tengla á lög og reglur um þjóðkirkjuna og skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

 

Verkefni á sviði trúar og lífsskoðana heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:

  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum