Hoppa yfir valmynd

Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri bálstofu, eins og fram kemur í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Heimilt er að afmarka óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis ef hlutaðeigandi kirkjugarðsstjórn samþykkir og eru í boði óvígðir reitir fyrir þá sem þess óska, m.a. á höfuðborgarsvæðinu.

Sýslumenn veita leyfi til líkbrennslu samkvæmt umsókn aðstandenda hins látna. Þá veitir Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra leyfi til dreifingar ösku utan kirkjugarðs eða yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi, ásamt því að veita leyfi fyrir flutningi líks á milli grafreita. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum