Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla
Skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri bálstofu, eins og fram kemur í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Heimilt er að afmarka óvígðan reit innan kirkjugarðssvæðis ef hlutaðeigandi kirkjugarðsstjórn samþykkir og eru í boði óvígðir reitir fyrir þá sem þess óska, m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra getur heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Tenglar
Sýslumenn
Sýslumenn veita upplýsingar og ýmis leyfi og vottorð í tengslum við andlát.
Persónuréttur
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.