Hoppa yfir valmynd

Sanngirnisbætur

Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum mæla fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum eða heimilum, samkvæmt nánari skilgreiningu laga.

Greiddar hafa verið sanngirnisbætur vegna vistunar á eftirfarandi heimilum eða stofnunum:

 • Vistheimilið Breiðavík. Starfaði á árunum 1952-1979.
 • Heyrnleysingjaskólinn. Á við starfstíma hans á árunum 1947-1992.
 • Vistheimilið Kumbaravogur. Starfaði á árunum 1965-1984.
 • Vistheimilið Reykjahlíð. Starfaði á árunum 1956-1972.
 • Skólaheimilið Bjarg. Starfaði á árunum 1965-1967.
 • Vistheimilið Silungapollur. Starfaði á árunum 1950-1969.
   Sumarvistun á vegum RKÍ fellur ekki þarna undir.
 • Heimavistarskólinn að Jaðri. Starfaði á árunum 1946-1973.
 • Upptökuheimili ríkisins. Starfaði í Elliðahvammi og í Kópavogi á árunum 1945-1971.
 • Unglingaheimili ríkisins. Starfaði frá 1971-1994. Tók við af Upptökuheimilinu en breytti ekki formlega um nafn fyrr en árið 1978.
   Starfsstöðvar voru: Kópavogsbraut 9 og 17, Sólheimar 7 og 17, Torfastaðir í Biskupstungum, Smáratún í Fljótshlíð, Efstasund 86 og Tindar á Kjalarnesi.
 • Landakotsskóli. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi frá nóvember 2012.
 • Kópavogshæli. Starfaði á árunum 1952-1993.
 • Stofnanir fyrir fötluð börn. Starfandi til 1. febrúar 1993.

Vistheimilanefnd, samkvæmt lögum nr. 26/2007, kannað starfsemi ofangreindra heimila eða stofnana, að undanskildum Landakotsskóla og stofnanir fyrir fötluð börn, og skilað skýrslum þar að lútandi. Nefndin afmarkaði sjálf hvaða heimili skyldu sæta sérstakri könnun. Vistmenn á öllum heimilunum voru um 5000. Neðar á síðunni eru hlekkir á allar skýrslur nefndarinnar.

Þar sem lög nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, eru fallin úr gildi þykir rétt að vekja athygli á því að erindi sem varða sanngirnisbætur má senda dómsmálaráðuneytinu.

Embætti sýslumanns á Norðurlandi eystra á Siglufirði annaðist þau verkefni sem sýslumanni voru falin samkvæmt lögum um sanngirnisbætur, svo sem að ákveða fjárhæð sáttaboða fyrir þá einstaklinga sem sóttu um sanngirnisbætur. Sjá nánar um sanngirnisbætur á Ísland.is.

 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 5.3.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum