Hoppa yfir valmynd

Sanngirnisbætur

Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum mæla fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum eða heimilum, samkvæmt nánari skilgreiningu laga.

Um er að ræða eftirtalin heimili eða stofnanir:

 • Vistheimilið Breiðavík. Starfaði á árunum 1952-1979.
 • Heyrnleysingjaskólinn. Á við starfstíma hans á árunum 1947-1992.
 • Vistheimilið Kumbaravogur. Starfaði á árunum 1965-1984.
 • Vistheimilið Reykjahlíð. Starfaði á árunum 1956-1972.
 • Skólaheimilið Bjarg. Starfaði á árunum 1965-1967.
 • Vistheimilið Silungapollur. Starfaði á árunum 1950-1969.
  Sumarvistun á vegum RKÍ fellur ekki þarna undir.
 • Heimavistarskólinn að Jaðri. Starfaði á árunum 1946-1973.
 • Upptökuheimili ríkisins. Starfaði í Elliðahvammi og í Kópavogi á árunum 1945-1971.
 • Unglingaheimili ríkisins. Starfaði frá 1971-1994. Tók við af Upptökuheimilinu en breytti ekki formlega um nafn fyrr en árið 1978.
  Starfsstöðvar voru: Kópavogsbraut 9 og 17, Sólheimar 7 og 17, Torfastaðir í Biskupstungum, Smáratún í Fljótshlíð, Efstasund 86 og Tindar á Kjalarnesi.

Vistheimilanefnd, samkvæmt lögum nr. 26/2007, hefur kannað starfsemi ofangreindra heimila á tilteknu tímabili og skilað skýrslum þar að lútandi. Nefndin afmarkaði sjálf hvaða heimili skyldu sæta sérstakri könnun. Vistmenn á öllum heimilunum voru um 5000. Neðar á síðunni eru hlekkir á allar skýrslur nefndarinnar.

Með lögum, sem samþykkt voru í árslok 2015, var ríkissjóði heimilað að greiða einnig bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla, en fyrir lá skýrsla frá sérstakri nefnd vegna málsins.

Ný vistheimilanefnd sem skipuð var fyrir tæpum fimm árum síðan skilaði skýrslu um Kópavogshælið árið 2017, sjá skýrslu hér að neðan.

Starf tengiliðar vistheimila felst í að koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kunna að eiga bótarétt samkvæmt lögum nr. 47/2010. Hann leiðbeinir þeim sem til hans leita um framsetningu bótakrafna í kjölfar innköllunar sýslumanns. Þá aðstoðar tengiliðurinn fyrrverandi vistmenn, sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunar, við að sækja sér þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endurhæfingu og menntun.

Fyrirspurnir til tengiliðar vistheimila skal senda á [email protected]

Embætti sýslumanns á Norðurlandi eystra á Siglufirði annast þau verkefni sem sýslumanni eru falin samkvæmt lögum um sanngirnisbætur, svo sem að úrskurða um upphæð bóta fyrir þá einstaklinga sem sóttu um sanngirnisbætur.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 5.2.2018 1
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira