Hoppa yfir valmynd

Persónuvernd

Hugtakið persónuvernd er sem slíkt ekki skilgreint í íslenskum lögum en það lýtur í einföldu máli að réttindum einstaklinga varðandi meðferð persónuupplýsinga þeirra. Kjarni persónuverndar snýr þannig að réttinum til friðhelgi einkalífs og réttinum til að ráða yfir eigin persónuupplýsingum. Það að njóta friðhelgi um einkalíf sitt, til dæmis að því er lýtur að meðferð persónuupplýsinga, er grundvallarþáttur mannréttinda sem vernduð eru í íslensku stjórnarskránni en einnig í öðrum mannréttindasáttmálum. Dómsmálaráðuneytið hefur yfirumsjón með málefnum er varða persónuvernd, þ. á m. stefnumótun, innleiðingu og umsjón með regluverki.

Persónuvernd er líka nauðsynleg til að tryggja sameiginlega hagsmuni í lýðræðissamfélagi. Án persónuverndar hefði einstaklingurinn ekki sömu möguleika á að skapa sér rými til skoðanaskipta og til lýðræðislegrar þátttöku á hinum ýmsu sviðum samfélagsins án þess að eiga á hættu á að upplýsingar tengdar persónu hans yrðu dregnar fram og gerðar opinberar.

Persónuvernd er jafnframt lykilforsenda fyrir nýtingu á nútímatækni og fyrir því að einstaklingar geti fótað sig í hinum stafræna heimi. Hagsmunir tengdir persónuvernd eru því margvíslegir og snertifletir við aðra málaflokka ráðuneytanna eru ýmsir.

Regluverkið

Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er ætlað að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Lögunum er einnig ætlað að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Framundan eru miklar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni. Áætlað er að vorið 2018 taki gildi ný persónuverndarlöggjöf hér á landi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf.

Sjá einnig:

Persónuvernd

Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglna settra samkvæmt þeim. 

Fréttir
Síðast uppfært: 31.1.2018
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira