Hoppa yfir valmynd

Bætur til þolenda afbrota

Ríkissjóður greiðir bætur vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum, í samræmi við lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Markmið laganna er að bæta stöðu þolenda ofbeldisbrota með þeim hætti að ríkissjóður greiði bætur fyrir líkamstjón og miska sem hlýst af broti á almennum hegningarlögum, enda er sá sem er valdur að misgjörðum yfirleitt ekki í stöðu til að greiða bæturnar. 

Á vef sýslumanna er að finna greinargóðar upplýsingar um almenn skilyrði fyrir bótum, hvaða tjón þeim er ætlað að bæta, og hver ekki. Þá er þar að finna upplýsingar um umsóknir og tímamörk o.fl.

Bótanefnd tekur ákvörðun um bætur og fjallar sérstaklega um hvert mál. Skrifstofa hennar er hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, Gránugötu 6, 580 á Siglufirði. Þangað ber að beina öllum fyrirspurnum um mál til meðferðar og hvaða reglur gilda.

Á vef sýslumanna er aðgengilegt umsóknareyðublað sem hægt er að fylla út með rafrænum skilríkjum. Eyðublað á pdf formi er jafnframt á vefnum fyrir þá sem eru ekki með rafræn skilríki.

Upplýsingar eru veittar í síma 458 2600 alla virka daga eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum