Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Kosning.is

Í aðdraganda kosninga er á kosningavefsvæði dómsmálaráðuneytisins að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og atkvæðagreiðslu á kjördag auk þess sem birt er fræðsluefni af ýmsum toga er snertir kosningar. Þá eru birt leiðbeiningarmyndbönd vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, bæði á íslensku og ensku, myndband um atkvæðagreiðslu á kjördag auk upplýsinga á táknmáli.

Vefsvæði síðastliðinna kosninga:

  • Alþingiskosningar
  • Forsetakosningar
  • Sveitarstjórnarkosningar
  • Þjóðaratkvæðagreiðslur
Verkefni á sviði kosninga heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála.

Kosningar

Landskjörstjórn er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga og annast framkvæmd kosningalaga. Landskjörstjórn heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra sem fer með málefni kosninga.

Um Landskjörstjórn og framkvæmd kosninga á island.is.

Almennt netfang Landskjörstjórnar er [email protected].

Stjórnmálasamtakaskrá

Ríkisskattstjóri skráir stjórnmálasamtök samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006 og starfrækir stjórnmálasamtakaskrá í því skyni. Stjórnmálasamtakaskrá er birt hér á vef Stjórnarráðs Íslands ásamt upplýsingum sem fylgja umsókn um skráningu.

Síðast uppfært: 15.5.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum