Kosningar

Dómsmálaráðuneytið fer með umsjón löggjafar og framkvæmd almannakosninga á Íslandi en til almannakosninga teljast alþingiskosningar, forsetakosningar, sveitarstjórnarkosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur. Aðrir sem koma að framkvæmd almannakosninga eru Landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir og undirkjörstjórnir, sýslumenn og sveitarfélög. Upplýsingar um framkvæmd kosninga er að finna á vefnum kosning.is.

kosing.is - forsíða vefsins

Kosningavefur dómsmálaráðuneytisins kosning.is

Í aðdraganda kosninga er á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, kosning.is, að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og atkvæðagreiðslu á kjördag auk þess sem birt er fræðsluefni af ýmsum toga er snertir kosningar. Þá eru birt leiðbeiningarmyndbönd vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, bæði á íslensku og ensku, myndband um atkvæðagreiðslu á kjördag auk upplýsinga á táknmáli.

Vefsvæði síðastliðinna kosninga á kosningavefnum:

 

Verkefni á sviði kosninga heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: 

Sjá einnig:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn