Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Opinber þjónusta er byggð upp með lýðræði, skilvirkni og þarfir almennings og atvinnulífs að leiðarljósi. Góð þekking á upplýsingatækni og aðgangur að opinberum gögnum stuðlar að nýsköpun og vexti atvinnulífsins. Stefnt er að því að almenningur og atvinnulíf geti í vaxandi mæli haft áhrif á ákvarðanir opinberra aðila með því að taka þátt í undirbúningi þeirra í opnu og gegnsæju samráði á netinu.

Unnið er samkvæmt stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið, Vöxtur í krafti netsins - byggjum, tengjum og tökum þátt. Í henni er horft til tækifæra sem fylgja ýmsum tækninýjungum svo sem notkunar netsins til að auka lýðræðislega þátttöku almennings og tilkomu nýrra samfélagsmiðla. Einnig er lögð áhersla á aukin tækifæri varðandi skilvirkni, rafræna þjónustu og samvirkni og öryggi kerfa.

Ríkið rekur eitt stærsta tækniumhverfi landsins og gegnir upplýsingatækni fjölþættu hlutverki í rekstri ríkisins. Upplýsingatækni er einn helsti drifkrafturinn í endurmótun á opinberri starfsemi þar sem stefnt er að því að auka þjónustu, stuðla að nýsköpun og bæta samhæfingu til hagsbóta fyrir notendur. Með framþróun í upplýsingatækni og tilkomu svokallaðra tölvuskýja gefast tækifæri til frekari samreksturs og bættrar nýtingar þeirra fjármuna sem varið er í rekstur upplýsingatæknikerfa.

Verkefni á sviði upplýsingasamfélagsins heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál

Upplýsingatæknimál ríkisins

Umbætur í ríkisrekstri fela í sér ábyrgð á upplýsingatæknirekstri ríkisins, stafrænni umbreytingu ríkisaðila og nýsköpun hjá hinu opinbera. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer fyrir umbótum í ríkisrekstri. Verkefnastofa um Stafrænt Ísland er hluti af ráðuneytinu og er þar unnið að því að bæta stafræna þjónustu hins opinbera. Áherslur í umbótum birtast í fjármálaáætlun ár hvert og er þeim fylgt eftir í áherslum í ríkisrekstri sem eru hluti af fjárveitingarbréfum til ríkisaðila.

Síðast uppfært: 25.7.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum