Hoppa yfir valmynd

Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2022

Í fjármálaáætlun 2022-2026 er lögð áhersla á að allar stofnanir ríkisinsvinni að umbótum í gegnum nýsköpun og stafvæðingu og tryggi áframhaldandi samvinnu og sveigjanleika. Þá þurfa ríkisaðilarsérstaklega að huga að umhverfisáhrifum sínum. Eftirfarandi eru áherslur ríkisstjórnarinnar í ríkisrekstri fyrir ríkisaðila fyrir árið 2022. 

Loftslagsmál – Stofnanir vinni stöðugt að því að efla vistvænan rekstur sinn og hafi þar í huga eftirfarandi:

 • Setji sér loftslagsstefnu í samræmi við lög nr. 86/2019, sporni gegn matarsóun í mötuneytumog ljúki innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri.
 • Við kaup á bílum verði eingöngu keyptir vistvænir bílar, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar frá 13. desember 2019.

Opinber þjónusta – Stofnanir veiti betri og skilvirkari þjónustu og nýti sér eftirfarandi möguleika:

 • Horfi tilstefnu hins opinbera um stafræna þjónustutil þess að auka stafræna þjónustu og nýti í því skynitæknilega innviði Ísland.is, svo sem gagnaflutningslagið Strauminn (X-Road), sem tryggir öruggan og skilvirkan flutning gagna og hagnýti stafrænt pósthólf í samræmi við lög nr.105/2021.
 • Ávallt sé hugað að netöryggi og stofnanir séu með skýra öryggisstefnu og framkvæmi reglulega áhættumat fyrir starfsemi sína
 • Nýti þjónustukannanir meðal viðskiptavina til úrbóta, meðal annars samræmda þjónustukönnunfyrir opinbera þjónustu.
 • Nýti samrekstrarmöguleika, samvinnu við aðrar stofnanir og viðmið um verkefnamiðað vinnuumhverfi til þess að efla starfsemina og stuðla að nýsköpun.
 • Innleiði samræmdan skrifstofuhugbúnað ríkisins (Microsoft 365) og fullnýti möguleika hans til að auka skilvirkni og samstarf. Nýti í því skyni fyrirhuguð námskeið sem hefjast í upphafi árs 2022 og stuðli þannig að aukinni stafrænni hæfni og þekkingu starfsfólks.
 • Stundi innkaup í samræmi við sjálfbæra innkaupastefnu frá 2020 og geri vistvæn innkaup að almennu skilyrði. Með sameiginlegum innkaupum, þátttöku áfræðsluviðburðumsem og nýtingu á innkaupakerfi séu stigin nauðsynleg skref í vistvænni og hagkvæmari aðföngum ríkisins. Nýti lykiltölur á rikisreikningur.is til að rýna eigin rekstrartölur og bera þær saman við annarra.
 • Flokki gögn út frá persónuverndarsjónarmiðum þannig að ávallt liggi fyrir hvernig megi vinna með og miðla tilteknum gögnum.
 • Birti upplýsingar og vinni gögn samkvæmt landshlutaskiptingu sveitarfélaga og sóknaráætlana í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar um samræmda skiptingu landsins. Þá sé greint á milli kynja við alla tölfræðivinnslu í samræmi við jafnréttislögauk þess að vinnamarkvisst með fleiri bakgrunnsbreytur en kyn í birtingu upplýsinga þar sem það á við og gögn birt þannig að mögulegt sé að skoða þau brotin upp eftir fleiri en einni bakgrunnsbreytu samtímis.

Mannauður– Stofnanir efli ríkið sem góðan vinnustað með því að huga að eftirfarandi:

 • Tryggi gagnkvæman ávinning af innleiðingu Betri vinnutíma, vinni áfram að umbótum í starfsemi og bættri vinnustaðamenningu.
 • Störf séu auglýst án staðsetningar nema sérstakar aðstæður séu til staðar.
 • Móti og virki mannauðsstefnu sem stuðlar að aukinni starfsánægju, eðlilegri starfsmannaveltu, fækkun fjarvista og jöfnum launum út frá jafnlaunavottun.Hagnýti í því skyni fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins þannig að hægt sé að fá yfirsýn yfir mannauðsmælikvarða.
 • Viðhaldi jafnlaunavottun og tryggi jafnrétti í störfum og þjónustu.


Sjá einnig: Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2021 (PDF)

Síðast uppfært: 21.12.2021
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira