Hoppa yfir valmynd

Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2023

Áherslur í ríkisrekstri miða að bættri og skilvirkari þjónustu ríkisstofnana við almenning og fyrirtæki í landinu með aukinni sjálfsafgreiðslu, öflugri og vistvænni rekstri og markvissri mannauðsstjórnun. Til þess að ná því markmiði er mikilvægt að stofnanir leggi áherslu á eftirfarandi þætti til þess að ná fram auknum samfélagslegum árangri.

Veiti betri og skilvirkari opinbera þjónustu

Tryggi gagnkvæman ávinning af innleiðingu betri vinnutíma með því að vinna áfram að umbótum í starfsemi sem bætir gæði þjónustu, eykur skilvirkni og bætir vinnustaðamenningu.

Taki upp samstarf við Ísland.is og nýta allar kjarnavörur hjá Stafrænu Íslandi til þess að auka framboð stafrænnar þjónustu og nýta þær tæknilausnir sem þegar eru til. Í því tilliti er mikilvægt að greina innri ferla í starfsemi með tilliti til stafvæðingar og aukinnar skilvirkni.

Nýti sér öryggisflokkun gagna til þess að tryggja öryggi og aðgengileika upplýsinga sem ríkinu ber að halda utan um.

Rýni eldri upplýsingatæknisamninga og hugi að samningsstöðu og stefnumótandi nálgun við öll verkefni á sviði upplýsingatækni.

Nýti skýjaþjónustur þar sem við á í samræmi við stefnu um öryggi og þjónustu fyrir hýsingarumhverfi meðal annars í gegnum samning um skýja, hýsingu- og rekstrarþjónustu.

Tryggi öryggi stafrænnar þjónustu og kynni sér í því skyni netöryggisstefnu stjórnvalda.

Efli sig sem góðan vinnustað og styrki hæfni sína til að veita góða þjónustu

Móti og virki mannauðsstefnu sem styður við markmið stofnunar. Nýti mannauðstorg ríkisins fyrir allar upplýsingar um mannauðsmál og setji sér mælikvarða sem stuðla að árangri í þjónustu og starfsemi.

Útbúi starfsþróunaráætlun sem skapar umgjörð fyrir markvissa og stefnumiðaða starfsþróun. Nýti endurmenntun til þess að efla starfsfólk til að sinna stafrænni þjónustu meðal annars með því að nýta starfsþróunarsjóði og námskeið í Microsoft 365.

Viðhaldi jafnlaunavottun og tryggi jafnrétti í störfum og þjónustu.

Viðhafi gagnsæja stjórnarhætti þar sem almenningur hefur aðgang að skýrum, traustum og áreiðanlegum upplýsingum um starfsemi stjórnvalda og opinber málefni í samræmi við upplýsingastefnu stjórnvalda

Stundi öflugan og vistvænan rekstur

Setji sér metnaðarfull markmið í loftslagsstefnu stofnunar meðal annars um samdrátt í losun vegna flugs og annarra samgangna, sporni gegn matarsóun í mötuneytum og ljúki við öll Græn skref í ríkisrekstri.

Auki framboð stafrænnar þjónustu til þess að minnka kolefnisfótspor starfseminnar í samvinnu við Ísland.is.

Öll störf séu auglýst óstaðbundin nema sérstakar aðstæður krefjist annars.

Nýti þjónustu Ríkiskaupa og innkaupakerfi til þess að auka hagkvæmni innkaupa og kynni sér Nýsköpunarmót við úrlausn krefjandi áskorana í starfsemi með því að tileinka sér nýskapandi hugsun í rekstri og greina tækifæri til hagræðingar.

Kynni sér möguleika við samrekstur og samnýtingu aðstöðu í gegnum FSRE.

Hagnýti að fullu þær afurðir Microsoft 365 sem standa til boða til þess að bæta ferla og auka hagnýtingu gagna, á borð við Power BI og Power Automate.

Kynni sér möguleika Fjárfanga ehf. til að fjármagna stofnkostnað viðaminni fjárfestinga sem stuðli að umbótum og hagræði.

Sjá einnig:

Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2022 (PDF)

Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2021 (PDF)

Síðast uppfært: 22.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira