Hoppa yfir valmynd

Áherslur í ríkisrekstri

Á árinu 2020 er lögð áhersla á að allar stofnanir ríkisins taki upp og tileinki sér eftirfarandi:

Loftslagsmál

 • Setji sér loftslagsstefnu í samræmi við lög nr. 86/2019.
 • Efli vistvænan rekstur ríkisins og vinni að því að uppfylla öll fimm Grænu skrefin í ríkisrekstri fyrir 1. júní 2021 í samræmi við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins.
 • Við kaup á bílum verði eingöngu keyptir vistvænir bílar þar sem það er mögulegt. Kaup á bílum sem ekki uppfylla umhverfisskilyrði þarf að rökstyðja sérstaklega, í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar 13. desember 2019.

Betri og skilvirkari opinber þjónusta

 

 • Vinni að umbótum sem stuðla að aukinni skilvirkni og bættri þjónustu og gera kleift að innleiða betri vinnutíma eigi síðar en 1. janúar 2021, í samræmi við kjarasamninga.
 • Auki framboð á stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslu og geri þjónustuna aðgengilega á Ísland.is í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu stafrænnar þjónustu frá 31. maí 2019.
 • Birti bréf og önnur skjöl í pósthólfi Ísland.is í stað þess að senda bréfpóst, í samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið hins opinbera fyrir lok árs 2020.
 • Veiti aðgengi að viðeigandi gögnum sínum um gagnaflutningslagið Strauminn (X-Road).
 • Deili upplýsingum um nýsköpunarverkefni sem stofnunin hefur unnið á Nýsköpunarvefnum opinbernyskopun.island.is.

Betri nýting sameiginlegra innviða og aukinn samrekstur

 • Séu þátttakendur í sameiginlegum innkaupum á vegum Ríkiskaupa.
 • Taki frá og með 1. janúar 2020 eingöngu við rafrænum reikningum (ekki pdf) í samræmi við reglugerð nr. 44/2019.
 • Innleiði nýjan samræmdan skrifstofuhugbúnað ríkisins (Microsoft 365), sem allar stofnanir hafa nú aðgengi að, og hagnýti möguleika hans til að auka skilvirkni og samstarf.
 • Hagnýti innkaupakerfi í fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (rafrænar beiðnir og pantanir).

Mannauður

 • Móti og virki mannauðsstefnu sem stuðlar að aukinni starfsánægju, heilbrigðri starfsmannaveltu og fækkun fjarvista.
 • Hagnýti fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins þannig að hægt sé að fá yfirsýn yfir menntunarstig starfsfólks, starfsmannaveltu og fjarvistir.
 • Innleiði jafnlaunastaðal og fylgi eftir aðgerðaáætlun um úrbætur.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira