Hoppa yfir valmynd

Áherslur í ríkisrekstri

Á síðunni eru áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2021 sem samþykktar voru í ríkisstjórn í desember 2020. 

Í fjármálaáætlun 2021-2025 er lögð áhersla á að allar stofnanir ríkisins forgangsraði verkefnum og vinni að umbótum í starfsemi, sveigjanlegum rekstri og markvissri stjórnun mannauðs. Þá er mikilvægt að allir ríkisaðilar vinni í samræmi við loftslagsmarkmið stjórnvalda. 

Loftslagsmál - Vinni stöðugt að því að efla vistvænan rekstur ríkisins og hafi þar í huga eftirfarandi:

 • Setji sér loftslagsstefnu í samræmi við lög nr. 86/2019 og hafi til hliðsjónar leiðbeiningar sem finna má á vef Grænna skrefa við gerð hennar.
 • Vinni að því að uppfylla öll fimm Grænu skrefin í ríkisrekstri á árinu í samræmi við skilyrði loftslagsstefnu Stjórnarráðsins. Stofnanir sem ekki hafi þegar skráð sig til þátttöku ljúki a.m.k. innleiðingu á skrefi tvö fyrir 1. júní 2021 og klári öll skrefin fimm fyrir árslok í samræmi við skilyrði stefnunnar.
 • Við kaup á bílum verði eingöngu keyptir vistvænir bílar, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar frá 13. desember 2019.
 • Sporni gegn matarsóun í mötuneytum, í samræmi við innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila.

Betri og skilvirkari opinber þjónusta - Auki svigrúm sitt til að veita betri og skilvirkari þjónustu og nýti sér eftirfarandi möguleika:

 • Hámarki nýtingu þeirra aðfanga sem í reksturinn fara til þess að tryggja sjálfbærni í rekstri með því að huga að þáttum eins og samvinnu og samrekstri, forgangsröðun verkefna og skipulagi starfseminnar.
 • Greini tækifæri til að stór auka stafræna þjónustu sína og nýti í því skyni þjónustu ísland.is og Verkefnastofu um Stafrænt Ísland og kynni sér Handbók um stafræna umbreytingu sem styður við stafræn umskipti stofnana.
 • Stundi nýsköpun til að bæta opinbera þjónustu og gera hana skilvirkari, í takt við þarfir notenda, í samræmi við markmið stjórnvalda um opinbera nýsköpun.
 • Nýti sér opinn hugbúnað og hönnunarkerfi á vegum Ísland.is og auki vægi opins hugbúnaðar í starfsemi sinni til að stuðla að aukinni samnýtingu hugbúnaðar, lækkunar þróunarkostnaðar og aukinni nýsköpun.
 • Veiti aðgengi að viðeigandi gögnum sínum um gagnaflutningslagið Strauminn (X-Road), sem tryggir öruggan og skilvirkan flutning gagna.
 • Innleiði nýjan samræmdan skrifstofuhugbúnað ríkisins (Microsoft 365) og fullnýti möguleika hans til að auka skilvirkni og samstarf og kynni sér kosti rafrænnar undirritunar til hagræðingar og skilvirkni.
 • Nýti möguleika við innkaup þjónustu, vöru og verka til að auka sjálfbærni, hagkvæmni og virði í samræmi við innkaupastefnu ríkisins og hagnýti innkaupakerfi í fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (rafrænar beiðnir og pantanir).

Mannauður - Efli ríkið sem góðan vinnustað með því að huga að eftirfarandi:

 • Móti og virkji mannauðsstefnu sem stuðlar að aukinni starfsánægju, eðlilegri starfsmannaveltu og fækkun fjarvista.
 • Fylgi eftir og útfæri áfram þjónustu og skilvirkniaðgerðir mótaðar af stofnun vegna betri vinnutíma, á grunni kjarasamninga meirihluta bandalaga/félaga.
 • Hagnýti fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins þannig að hægt sé að fá yfirsýn yfir mannauðsmælikvarða á borð við menntunarstig starfsfólks, starfsmannaveltu og fjarvistir.
 • Viðhaldi jafnlaunavottun, sbr. lög nr 56/2017, og fylgi eftir aðgerðaáætlun um úrbætur.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira