Hoppa yfir valmynd

Opinber nýsköpun

Hvað er opinber nýsköpun?

Opinber nýsköpun er ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Skilyrði er að nýsköpunarverkefnið hafi skapað virði - til að mynda í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings og bætta starfsánægju. Opinber nýsköpun getur líka aukið virði fyrir nærumhverfið.

 

 

Nýsköpunarvogin

Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun á nýsköpun opinberra aðila. Könnuninni er ætlað að varpa ljósi á:

  • Umfang opinberrar nýsköpunar á Íslandi
  • Hvaða þættir styðja við nýsköpun og hverjar eru hindranirnar.
  • Hvað einkennir vinnustaði sem eru nýskapandi og hvað einkennir vinnustaði sem eru ekki að vinna að nýsköpun.
  • Hvort opinberir vinnustaðir séu að deila nýjungum sín á milli.
  • Hvaða virði nýsköpun er að skapa hjá hinu opinbera á Íslandi.

Niðurstöður síðustu könnunar, sem framkvæmd var í nóvember 2023, sýna að 79% stofnana hafa innleitt að minnsta kosti eitt nýskapandi verkefni á síðastliðnum tveimur árum. Samkvæmt niðurstöðunum hefur stærst hlutfall verkefna skilað sér í aukinni skilvirkni og auknum gæðum en tækni er áfram helsti drifkraftur nýsköpunar hjá ríkinu.

Starfsfólk og stjórnendur eiga helst frumkvæði að því að setja verkefni af stað, en ný tækni, skipulagsbreytingar og almenningur eiga einnig hlut að máli. Takmarkað fjármagn er nefnt sem sá þáttur sem er mest hamlandi. 45% verkefna voru unnin í samvinnu við einkafyrirtæki og eru fyrirtæki á markaði stærstu samstarfsaðilar í slíkum verkefnum, en einnig eru verkefni unnin í samvinnu við aðra opinbera aðila, ráðuneyti og almenning.79% verkefna voru fjármögnuð af fjárhagsáætlun.Sérstaklega var spurt um notkun gervigreindar. Sögðu 57% aðspurðra að gervigreind væri nýtt í starfseminni en 80% sögðust sjá tækifæri við notkun gervigreindar í umbótum.

 

Nýsköpun getur falist í nýjum eða umtalsvert breyttum:

  • Þjónustuleiðum.

Dæmi: Hið opinbera tekur ákvörðun um miðlæga þjónustugátt í gegnum island.is.

  • Vörum.

Dæmi: Öldrunarheimili Akureyrar tekur upp lyfjaumsjónarkerfi til að halda utan um lyfjaforða spítalans.

  • Verkferlum og aðferðum við að skipuleggja starfið.

Dæmi: Vinnustaður tekur upp straumlínustjórnun til þess að auka afköst og stytta þannig biðtíma viðskiptavina.

  • Leiðum til samskipta út á við.

Dæmi: Sveitarfélag sem tekur í notkun app sem gerir íbúum þess kleift að senda inn ábendingar um viðhaldsverkefni.

Hvaða virði skapar nýsköpun hjá opinberum vinnustöðum?

Til að mynda: Aukin gæði þjónustu, meiri skilvirkni, aukið lýðræði, aukin ánægja viðskiptavina, að ná pólitískt settum markmiðum og meiri ánægja starfsmanna.

 

Áhugavert skýringarmyndband um opinbera nýsköpun (á ensku)

 

Opinber nýsköpun

Síðast uppfært: 19.8.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum