Hoppa yfir valmynd

Opinber nýsköpun

Nýsköpun er hugtak sem flestir tengja við einkageirann og fyrirtækjarekstur en færri tengja hugtakið við opinbera stjórnsýslu og þjónustu. Mörg þúsund manns vinna hjá fjölbreyttum vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga en nýsköpun getur spilað þar stórt hlutverk rétt eins og í einkageiranum. Til að mæta nýjum áskorunum og breyttum aðstæðum í samfélaginu þarf hið opinbera stöðugt að vinna að nýjum lausnum í þjónustu og rekstri og bættu skipulagi og stjórnun meðal stofnana.

Hvað er opinber nýsköpun?

Opinber nýsköpun er ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Fjölmörg nýsköpunarverkefni hafa komið fram innan opinberrar stjórnsýslu sem leitt hafa til umtalsverðs ávinnings t.d. í bættri þjónustu við íbúa. Fyrr í ár voru t.a.m. veitt Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu þar sem mörg flott verkefni komu fram. Helst ber að nefna sigurverkefnið, ALFA lyfjaumsjónarkerfi, sem unnið var af Öldrunarheimili Akureyrar. Einnig má nefna stór verkefni eins og Snjallborgin Reykjavík þar sem mörg nýsköpunarverkefni eru unnin undir einum hatti og samfélagsverkefni eins og Blábankann á Þingeyri.
Hér má sjá áhugavert erindi Morten Hyllegaard, sérfræðings í nýsköpun og frumkvöðlastarfi, um opinbera nýsköpun sem flutt var við afhendingu Nýsköpunarverðlaun

 

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur nýsköpun í opinberri þjónustu frekar mælum við með því að þið skoðið vefsvæðin hér fyrir neðan.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira