Hugað að mikilvægi ljósvistar í drögum að nýjum kafla í byggingarreglugerð
09.10.2024Björt og vel upplýst híbýli fólks og aðgengi að birtu og sólarljósi í nærumhverfinu eru afar...
Innviðaráðuneytið
Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Sími: 545 8200
Netfang: [email protected]
Kt. 580417-0780
Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál. Nýtt og öflugt innviðaráðuneyti tekst á við nýja tíma. Hlutverk þess er að líta eftir, upplýsa og leiða samfélagið til aukinna lífsgæða.
Innviðaráðherra er Sigurður Ingi Jóhannsson. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Verkefni innviðaráðuneytisins skiptast á fjórar skrifstofur en auk þess er unnið í teymum þvert á skrifstofur:
Björt og vel upplýst híbýli fólks og aðgengi að birtu og sólarljósi í nærumhverfinu eru afar...
innviðaráðherra,hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um endurskoðaða áætlun...
Tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 var lögð fram á Alþingi í nóvember 2023. Með tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu er í fyrsta sinn sett fram heildstæð stefnumótun í húsnæðismálum á landsvísu sem hefur að leiðarljósi að tryggja að öll búi við húsnæðisöryggi í víðtækum skilningi.
Þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 var samþykkt á Alþingi þann 5. desember 2023. Með áætluninni er stuðlað að samræmdri stefnumótun ríkis og sveitarfélaga í málefnum sveitarfélaganna. Meginmarkmið áætlunarinnar eru að byggja upp öflug, sjálfbær sveitarfélög um land allt.
Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, póstþjónustu, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál. Innviðaráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Svandís Svavarsdóttir tók við embætti innviðaráðherra 9. apríl 2024. Hún var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 28. nóvember 2021 en embættið fékk heitið matvælaráðherra 31. janúar 2022. Svandís er fædd á Selfossi 24. ágúst 1964. Stúdentspróf MH 1983. BA-próf í almennum málvísindum og íslensku frá HÍ 1989. Stundaði framhaldsnám í íslenskri málfræði við HÍ 1989–1993. Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2009. Umhverfisráðherra 2009–2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Heilbrigðisráðherra 2017-2021
Samráðsgátt stjórnvalda er á vefslóðinni island.is/samradsgatt. Þar er að finna áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum og reglugerðum, skjöl um stefnumótun (t.d. drög að stefnum) og fleira. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingu og jafnframt er mögulegt að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga.