Hoppa yfir valmynd
4. mars 2019 Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Við afhendinguna voru f.v.: Arndís Dögg Arnardóttir jafnréttisfulltrúi, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Davíð Lúðvíksson úttektarmaður og Guðný Elísabet Ingadóttir mannauðsstjóri. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Óháður aðili er fenginn til að staðfesta að viðkomandi stofnun eða fyrirtæki starfræki stjórnunarkerfi sem uppfyllir ákveðnar kröfur, m.a. um að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við ákvörðun launa og þau feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri tók við skírteini, sem staðfestir vottunina, fyrir hönd ráðuneytisins ásamt Guðnýju Elísabetu Ingadóttur mannauðsstjóra og Arndísi Dögg Arnardóttur jafnréttisfulltrúa. Davíð Lúðvíksson úttektarmaður afhenti skírteinið fyrir hönd Vottunar hf.

Ráðuneytið fór í gegnum vinnu við jafnlaunavottun á árinu 2018 en vottunin tók formlega gildi 8. febrúar sl.

Unnið hefur verið að innleiðingu jafnlaunavottunar á vegum Stjórnarráðsins á síðustu mánuðum og nær öll ráðuneyti hafa nú hlotið vottun.

Nánar um jafnlaunavottun

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum