Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Vernd grundvallarréttinda og réttaröryggi borgaranna ásamt stöðugleika í stjórnskipulegu, efnahags-, menningar- og félagslegu tilliti eru meðal þeirra grundvallargilda sem borgaralegt og þjóðfélagslegt öryggi hvílir á, samanber. 3. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.

Stefnumótun stjórnvalda á sviði almannaöryggis er að finna í stefnu almannavarna- og örygggismálaráðs. Meginmarkmið stefnunnar er að tryggja öryggi almennings, umhverfi og eignir og samhæfa varnir og viðbrögð við hamförum, hvers eðlis sem þær eru. Almannaöryggi varðar grundvallarhagsmuni þjóðfélagsins sem ríkisvaldið og aðrir opinberir aðilar leitast við að verja þ.m.t. öryggi einstaklinga og þjóðfélagshópa, vernd grundvallarréttinda, sjálfsmynda, gilda og grunnvirkja, þ.e. mikilvægra samfélagslegra innviða.

Áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar. Hnattvæðing og ör tækniþróun felur í sér nýjar áskoranir sem íslensk stjórnvöld verða að taka mið af í viðleitni sinni til þess að tryggja öryggi einstaklinga og samfélagsins. Ytri ógnir vegna hernaðar ríkis gegn ríki hafa í okkar heimshluta vikið fyrir ógnum vegna náttúruhamfara, farsótta, hryðjuverka, alþjóðlegrar skipulagðrar glæpastarfsemi, umhverfisvár af margvíslegum toga, hættu á alheimsfarsóttum, hættu á kjarnorkuslysum, útbreiðslu kjarna- og efnavopna, röskunar eða eyðileggingar á grunninnviðum samfélaga eins og tölvu-, fjarskipta-, orku- og fjármálakerfa, árekstrum menningarheima og svo framvegis.

Verkefni á sviði almannaöryggis heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Almanna- og réttaröryggi.

Almannaöryggi

Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Vernd grundvallarréttinda og réttaröryggi borgaranna ásamt stöðugleika í stjórnskipulegu, efnahags-, menningar- og félagslegu tilliti eru meðal þeirra grundvallargilda sem borgaralegt og þjóðfélagslegt öryggi hvílir á, sbr. 3. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.

Stefnumótun stjórnvalda á sviði almannaöryggis er að finna í stefnu almannavarna- og örygggismálaráðs. Meginmarkmið stefnunnar er að tryggja öryggi almennings, umhverfi og eignir og samhæfa varnir og viðbrögð við hamförum, hvers eðlis sem þær eru. Almannaöryggi varðar grundvallarhagsmuni þjóðfélagsins sem ríkisvaldið og aðrir opinberir aðilar leitast við að verja þ.m.t. öryggi einstaklinga og þjóðfélagshópa, vernd grundvallarréttinda, sjálfsmynda, gilda og grunnvirkja, þ.e. mikilvægra samfélagslegra innviða.

Áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar. Hnattvæðing og ör tækniþróun felur í sér nýjar áskoranir sem íslensk stjórnvöld verða að taka mið af í viðleitni sinni til þess að tryggja öryggi einstaklinga og samfélagsins. Ytri ógnir vegna hernaðar ríkis gegn ríki hafa í okkar heimshluta vikið fyrir ógnum vegna náttúruhamfara, farsótta, hryðjuverka, alþjóðlegrar skipulagðrar glæpastarfsemi, umhverfisvár af margvíslegum toga, hættu á alheimsfarsóttum, hættu á kjarnorkuslysum, útbreiðslu kjarna- og efnavopna, röskunar eða eyðileggingar á grunninnviðum samfélaga eins og tölvu-, fjarskipta-, orku- og fjármálakerfa, árekstrum menningarheima o.s.frv.


Verkefni á sviði almannaöryggis heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: 

  • Almanna- og réttaröryggi

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 25.7.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum