Hoppa yfir valmynd

Samræmd neyðarsvörun

Á Íslandi er samræmd neyðarsvörun sem sinnir viðtöku tilkynninga um fólk, eignir og umhverfi í neyð og beiðnum um aðstöð lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita, sjúkraflutningaliðs og aðra neyðaraðstoð. Samræmt neyðarnúmer fyrir Ísland er 112 eins og í mörgum öðrum löndum. 

Berist neyðarbeiðnir af sjó til 112 er þeim beint til Vaktstöðvar siglinga sem annast móttöku og miðlun tilkynninga um óhöpp á sjó.

Vaktstöð siglinga

Markmið laga um Vaktstöð siglinga er að tryggja öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, farþega og áhafna og efla varnir gegn mengun sjávar frá skipum. 

Vaktstöðin veitir skipum sem sigla um íslenska efnahagslögsögu víðtæka öryggisþjónustu, s.s. vöktun og eftirlit sjálfvirks tilkynningarkerfis skipa, móttöku og miðlun tilkynninga frá skipum sem flytja hættulegan og/eða mengandi varning og móttöku og miðlun neyðarkalla til viðeigandi aðila auk tilkynninga um óhöpp eða slys á sjó, svo eitthvað sé nefnt. 

Samgöngustofa og Vegagerðin fara með málefni Vaktstöðvar siglinga, samkvæmt lögum um vaktstöðina. Sérstakur þjónustusamningur er við þrjá aðila um rekstur vaktstöðvarinnar, Landhelgisgæslu Íslands sem fer með faglega stjórn vaktstöðvarinnar, Neyðarlínuna ohf. sem fer að hluta til með fjármál vaktstöðvarinnar, húsnæðismál og annan rekstur og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem rekur björgunarbáta víða um land auk yfirstjórnar björgunarsveita.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.7.2021 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum