Hoppa yfir valmynd

Veður og náttúruvá

Íslendingar búa við fjölbreyttari náttúruvá en margar aðrar þjóðir. Vöktun veðurs og annarrar náttúruvár og viðvaranir til almennings um hugsanlega vá er mikilvægur liður í að auka öryggi landsmanna og gerir fólki mögulegt að búa eða dvelja á ólíkum stöðum á landinu. Um leið dregur vöktunin úr líkum á eignatjóni þegar veður eða náttúra gerast válynd.

Þekking á náttúrunni og líklegri þróun hennar er einnig forsenda þess að staðið sé að áætlunum, skipulagi, framkvæmdum og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn náttúruvá með öruggum og hagkvæmum hætti.

Veðurstofa Íslands gegnir lykilhlutverki þegar kemur að vöktun lofts, láðs og lagar með öflun, varðveislu og greiningu upplýsinga ásamt rannsóknum byggðum á þeim. Hún gefur út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum veðurs og veðurtengdra þátta, jarðskjálfta, eldgosa, jökulhlaupa, vatnsflóða og ofanflóða. Stofnunin miðlar einnig upplýsingum um þessa þætti og þjónustar þá sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 28.6.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum