Hoppa yfir valmynd

Leit og björgun

Leit og björgun á landi

Lögreglan ber ábyrgð á leitar- og björgunaraðgerðum á landi.  Slysavarnafélagið Landsbjörg gegnir einnig mikilvægu hlutverki í þessu starfi, enda er rík hefð hér á landi fyrir öflugu starfi sjálfboðaliða vegna leitar og björgunar.  Neyðarlínan gegnir einnig lykilhlutverki í þessu samstarfi vegna neyðarfjarskipta sem leitar- og björgunaraðilar þurfa að geta reitt sig á.

Leit og björgun á hafi

Landhelgisgæslan ber lögum samkvæmt ábyrgð á stjórn leitar- og björgunaraðgerða á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Slysavarnafélagið Landsbjörg gegnir hér einnig mikilvægu hlutverki, svipað og vegna leitar og björgunar á landi. Jafnframt er í gildi þjónustusamningur ráðuneytisins við Slysavarnaskóla sjómanna.  Við leit og björgun á hafi er mikilvægt að geta stuðst við upplýsingar frá Vaktstöð siglinga.

Leitar og björgunarsvæði Íslands nær fyrst og fremst yfir íslensku efnahagslögsöguna en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, og Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, IMO, er Ísland ábyrgt fyrir leit og björgun á svæði sem er talsvert stærra. Þá sinnir Landhelgisgæslan einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.6.2018
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum