Hoppa yfir valmynd

Forsætisráðuneytið

Ársskýrsla forsætisráðherra

Ársskýrsla ráðherra er nú lögð fram í annað sinn eftir að Alþingi samþykkti lög um opinber fjármál. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á þau verkefni sem unnið hefur verið að í forsætisráðuneytinu, hvaða fjármunum hefur verið varið til þeirra og hvernig þeir hafa verið nýttir.

Ársskýrsla 2017 -  Útgáfa til útprentunar (PDF)

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins

Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína vegna lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins 3. apríl sl. Aðgerðirnar eru víðtækar og stuðla að samfélagslegum umbótum fyrir allan almenning. 

The statement in English and Polish

Hvað gerum við

Verkefni forsætisráðuneytisins varða stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráðið í heild. Málefni ríkisstjórnar og ráðherranefnda, málefni ríkisráðs, þjóðhagsmál, löggjafarmálefni, stjórnarfar almennt, þjóðartákn og fleira, samanber forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Forsætisráðuneytið fer auk þess með ýmis málefni og tilfallandi verkefni tengd stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar.

Forsætisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Nánar
Katrín Jakobsdóttir

Forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir

Katrín tók við embætti forsætisráðherra 30. nóvember 2017. Hún er fædd í Reykjavík, 1. febrúar 1976. Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og eiga þau saman þrjá syni.

Katrín hefur verið alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2007. Hún var mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013. 

Nánar um forsætisráðherra

Ræður og greinar forsætisráðherra

Dagskrá ráðherra

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira