Símafundur við verðandi Bandaríkjaforseta
27.11.2024Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti í gær símafund við Donald Trump, verðandi forseta...
Forsætisráðuneytið
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg
101 Reykjavík
Sími: 545 8400
Netfang: [email protected]
Kt. 550169-1269
Afgreiðsla ráðuneytisins í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Netföng starfsfólksForsætisráðuneytið hefur frá upphafi verið í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg þar sem ríkisstjórnin fundar reglulega. Starfsemi á vegum ráðuneytisins fer nú einnig fram í nærliggjandi húsum að Hverfisgötu 4–6. Aðalskrifstofa forsætisráðuneytisins skiptist samkvæmt skipuriti í skrifstofu yfirstjórnar, skrifstofu þjóðhagsmála, skrifstofu löggjafarmála og skrifstofu fjármála.
Forsætisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Þær stofnanir sem heyra undir ráðuneytið eru Seðlabanki Íslands, Ríkislögmaður, Hagstofa Íslands, Umboðsmaður barna, Óbyggðanefnd og Jafnréttisstofa.
Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þau varða stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráðið í heild, málefni ríkisstjórnar og ráðherranefnda, málefni ríkisráðs, þjóðhagsmál, löggjafarmálefni, stjórnarfar almennt, þjóðartákn, mannréttindamál, jafnréttismál og fleira. Forsætisráðuneytið fer auk þess með ýmis málefni og tilfallandi verkefni er tengjast stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar og samræmingu og samráð er lýtur að samstarfi ráðuneyta á ýmsum sviðum.
Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands
Forsætisráðherra stýrir ríkisstjórnarfundum enda er hann skv. 17. gr. stjórnarskrár „sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis“. Hann fer einnig með forsetavald í fjarveru forseta Íslands, ásamt forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar. Ráðherranefndir starfa undir forystu forsætisráðherra, auk þess sem ýmsar aðrar nefndir, verkefnishópar og ráð heyra undir ráðuneytið.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti í gær símafund við Donald Trump, verðandi forseta...
Haustskýrsla kjaratölfræðinefndar 2024 er komin út. Skýrslan skiptist í fimm meginkafla sem fjalla...
Grindvíkingur er rafrænt fréttabréf um málefni Grindvíkinga. Markmiðið með útgáfunni er að koma á framfæri og vekja athygli á mikilvægum upplýsingum frá stjórnvöldum, stofnunum og Grindavíkurbæ um málefni Grindvíkinga.
Verkefni forsætisráðuneytisins varða stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráðið í heild. Málefni ríkisstjórnar og ráðherranefnda, málefni ríkisráðs, þjóðhagsmál, löggjafarmálefni, stjórnarfar almennt, þjóðartákn og fleira, samanber forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Forsætisráðuneytið fer auk þess með ýmis málefni og tilfallandi verkefni tengd stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Bjarni tók við embætti forsætisráðherra 9. apríl 2024. Hann var utanríkisráðherra frá 14. október 2023 til 9. apríl 2024. Þar áður gegndi hann embætti fjármála- og efnahagsráðherra frá 30. nóvember 2017. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðvesturkjördæmi frá 2003. Bjarni er formaður flokksins frá 2009. Hann var fjármála- og efnahagsráðherra frá 23. maí 2013 til 11. janúar 2017 og forsætisráðherra frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember 2017.