Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks
01.07.2022Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra...
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra...
Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Madrid í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók...
Ársskýrsla ráðherra er nú lögð fram í fjórða sinn eftir að Alþingi samþykkti lög um opinber fjármál. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á þau verkefni sem unnið hefur verið að í forsætisráðuneytinu, hvaða fjármunum hefur verið varið til þeirra og hvernig þeir hafa verið nýttir.
Forsætisráðuneytið hefur sett í loftið nýtt og uppfært miðlægt vefsvæði um jafnréttismál á vef Stjórnarráðsins.
Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar á einum stað um aðgerðir stjórnvalda í jafnréttismálum, ýmsa áfanga og útgefið efni auk þess sem þar er að finna kyngreinda tölfræði sem er hornsteinn að markvissu jafnréttisstarfi.
Verkefni forsætisráðuneytisins varða stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráðið í heild. Málefni ríkisstjórnar og ráðherranefnda, málefni ríkisráðs, þjóðhagsmál, löggjafarmálefni, stjórnarfar almennt, þjóðartákn og fleira, samanber forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Forsætisráðuneytið fer auk þess með ýmis málefni og tilfallandi verkefni tengd stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Katrín tók við embætti forsætisráðherra 30. nóvember 2017. Hún er fædd í Reykjavík, 1. febrúar 1976. Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og eiga þau saman þrjá syni.
Katrín hefur verið alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2007. Hún var mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013.
Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira