Norrænir jafnréttisráðherrar funduðu í Reykjavík
26.09.2023Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrði fundi í Norrænu ráðherranefndinni um jafnrétti og...
Forsætisráðuneytið
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg
101 Reykjavík
Sími: 545 8400
Netfang: [email protected]
Kt. 550169-1269
Afgreiðsla ráðuneytisins í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Netföng starfsfólksForsætisráðuneytið hefur frá upphafi verið í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg þar sem ríkisstjórnin fundar reglulega. Starfsemi á vegum ráðuneytisins fer nú einnig fram í nærliggjandi húsum að Hverfisgötu 4–6. Aðalskrifstofa forsætisráðuneytisins skiptist samkvæmt skipuriti í skrifstofu yfirstjórnar, skrifstofu þjóðhagsmála, skrifstofu löggjafarmála og skrifstofu fjármála.
Forsætisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Þær stofnanir sem heyra undir ráðuneytið eru Seðlabanki Íslands, Ríkislögmaður, Hagstofa Íslands, Umboðsmaður barna, Óbyggðanefnd og Jafnréttisstofa.
Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þau varða stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráðið í heild, málefni ríkisstjórnar og ráðherranefnda, málefni ríkisráðs, þjóðhagsmál, löggjafarmálefni, stjórnarfar almennt, þjóðartákn, mannréttindamál, jafnréttismál og fleira. Forsætisráðuneytið fer auk þess með ýmis málefni og tilfallandi verkefni er tengjast stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar og samræmingu og samráð er lýtur að samstarfi ráðuneyta á ýmsum sviðum.
Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands
Forsætisráðherra stýrir ríkisstjórnarfundum enda er hann skv. 17. gr. stjórnarskrár „sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis“. Hann fer einnig með forsetavald í fjarveru forseta Íslands, ásamt forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar. Ráðherranefndir starfa undir forystu forsætisráðherra, auk þess sem ýmsar aðrar nefndir, verkefnishópar og ráð heyra undir ráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrði fundi í Norrænu ráðherranefndinni um jafnrétti og...
Sjötta úttektarskýrsla Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (European...
Helstu áherslumál í starfi forsætisráðuneytisins á árinu 2023 hafa verið skilgreind. Þar er bæði að finna áherslumál forsætisráðherra og verkefni úr stjórnarsáttmála auk áherslna í innra starfi ráðuneytisins.
Áherslumál í brennidepli eru átta og undir þeim eru 28 verkefni sem unnið verður að í forsætisráðuneytinu á árinu.
Áherslur í innra starfi skiptast í þrjú meginmarkmið en þar undir eru skilgreind átta verkefni.
Ísland fer með formennsku í Evrópuráðinu á fyrri hluta ársins 2023. Helsta markmið formennsku Íslands er að efla grundvallargildi Evrópuráðsins; lýðræði, réttarríkið og mannréttindi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík 16. - 17. maí nk. en það er aðeins í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins.
Verkefni forsætisráðuneytisins varða stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráðið í heild. Málefni ríkisstjórnar og ráðherranefnda, málefni ríkisráðs, þjóðhagsmál, löggjafarmálefni, stjórnarfar almennt, þjóðartákn og fleira, samanber forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Forsætisráðuneytið fer auk þess með ýmis málefni og tilfallandi verkefni tengd stöðu og störfum forsætisráðherra sem oddvita ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Katrín tók við embætti forsætisráðherra 30. nóvember 2017. Hún er fædd í Reykjavík, 1. febrúar 1976. Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og eiga þau saman þrjá syni.
Katrín hefur verið alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2007. Hún var mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013.