Hoppa yfir valmynd
20. desember 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Ragnhildur Arnljótsdóttir, Emil B. Karlsson og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, tóku á móti skírteini sem staðfestir að forsætisráðuneytið starfrækir jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum staðalsins ÍST 85:2012 með gildistöku frá 20. desember 2018.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum