Hoppa yfir valmynd

Reglur um ferðakostnað og starfskjör ráðherra

Haustið 2020 tóku gildi reglur um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra. Þær leysa af hólmi eldri ferðareglur og hafa víðtækara gildissvið.

Reglurnar voru unnar eftir að breytingar urðu árið 2019 á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þar er kveðið á um að sá ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins setji almennar reglur um starfskostnað og önnur starfskjör ráðherra í samráði við forsætisráðherra. Í reglunum skuli gætt samræmis við ákvæði laga um þingfararkaup og reglna sem forsætisnefnd Alþingis setur á grundvelli þeirra um rétt alþingismanna og formanna stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.

Í reglunum er fjallað um stjórnmálaleg störf ráðherra erlendis og innanlands, orlof og bifreiðamál.

M.a. er kveðið á um að þegar ferðast er til útlanda fá ráðherrar greidda dagpeninga vegna fæðis og annars kostnaðar, auk þess sem greiddur er ferða- og gistikostnaður. Er það í samræmi við það sem almennt gildir um ferðalög ríkisstarfsmanna og sérstakt álag sem ráðherrar hafa fengið á dagpeninga er fellt niður. Um ferðir innanlands segir í reglunum að greiddur skuli ferðakostnaður ráðherra vegna funda sem hann boðar eða er boðaður á vegna stjórnmálalegra starfa.

Einnig er reglunum fjallað um greiðslu kostnaðar í þeim tilvikum sem makar ráðherra eru með í för á ferðalögum ráðherra. Samkvæmt þeim skal mökum greiddur kostnaður við fargjald og gistingu, en réttur til þess að greiða einnig dagpeninga er felldur niður.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum