Hoppa yfir valmynd

Vönduð stefnumótun

Stefnuráð Stjórnarráðsins er samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar.

Hlutverk stefnuráðsins er að: 

  1. Móta viðmið (e. best practice) fyrir stefnumótun, áætlanagerð og stefnumótandi framsýni innan Stjórnarráðsins, að teknu tilliti til umfangs og eðlis viðfangsefnis. Styðji við þróun afurða opinberra fjármála, svo sem fjármálaáætlun og árangursmiðaða áætlanagerð eftir því sem við á.
  2. Efla og samhæfa vinnubrögð ráðuneyta með ráðgjöf og tilmælum og tillögum að fræðslu.
  3. Styrkja miðlæga starfsemi ráðsins og samhæfa undirbúning stefnumótunar þvert á Stjórnarráðið með gæðamati á stefnumótandi áformum ráðuneyta.
  4. Leiðbeina varðandi samspil stefna og áætlana við fjármagn, lagafrumvörp og þingsályktanir.
  5. Stuðla að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um stefnumótandi framsýni.

Sporbaugur stefnumótunar

 

Fulltrúar í stefnuráði

  • Pétur Berg Matthíasson, forsætisráðuneytinu, formaður
  • Arnheiður Ingjaldsdóttir, innviðaráðuneytinu
  • Ása María H Guðmundsdóttir, matvælaráðuneytinu
  • Brynhildur Þorgeirsdóttir, dómsmálaráðuneytinu
  • Erla Hlín Hjálmarsdóttir, utanríkisráðuneytinu
  • Helgi Einarsson, menningar- og viðskiptaráðuneytinu
  • Inga Birna Einarsdóttir, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
  • Laufey Kristjánsdóttir, mennta- og barnamálaráðuneytinu
  • Marta Birna Baldursdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Reynir Jónsson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Sigríður Jónsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu
  • Sigríður Valgeirsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Þórdís Steinsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum