Hoppa yfir valmynd

Vönduð stefnumótun

Stefnuráð Stjórnarráðsins er samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar.

Hlutverk stefnuráðsins er að: 

 • Móta viðmið (e. best practice) fyrir stefnumótun og áætlanagerð innan Stjórnarráðsins, að teknu tilliti til umfangs og eðlis viðfangsefnis.
 • Efla og samhæfa vinnubrögð ráðuneyta með ráðgjöf og tilmælum og tillögum að fræðslu.
 • Leiðbeina varðandi samspil stefna og áætlana við fjármagn, lagafrumvörp og þingsályktanir.
 • Vera ráðgefandi varðandi þær stefnumótandi afurðir sem þróaðar eru til að styðja við framkvæmd laga um opinber fjármál, s.s. sniðmát fyrir málefnasvið, málaflokka, stefnur ríkisaðila, ársskýrslur og fjárveitingarbréf.
 • Stuðla að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um framtíðarfræði.

Fulltrúar í stefnuráði

 • Pétur Berg Matthíasson, formaður, forsætisráðuneytinu  
 • Þröstur Freyr Gylfason, varaformaður, fjármálaráðuneytinu 
 • Arnheiður Ingjaldsdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
 • Ástríður Elín Jónsdóttir, fjármálaráðuneytinu
 • Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
 • Brynhildur Þorgeirsdóttir, dómsmálaráðuneytinu
 • Heiður M. Björnsdóttir, forsætisráðuneytinu
 • Inga Birna Einarsdóttir, félagsmálaráðuneytinu
 • Ingunn Þorsteinsdóttir, utanríkisráðuneytinu
 • Íris Huld Christersdóttir, fjármálaráðuneytinu
 • Reynir Jónsson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
 • Sigríður Jónsdóttir, heilbrigðisráðuneytinu
 • Þórunn Jóna Hauksdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira