Hoppa yfir valmynd

Kynjuð fjárlagagerð

Mótun fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps felur í sér ákvörðun um félagslega og efnahagslega forgangsröðun stjórnvalda. Í ljósi ólíkrar stöðu kynjanna á ýmsum sviðum geta þessar ákvarðanir haft ólík áhrif á kynin. 

Kynjuð fjárlagagerð er ferli þar sem samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða er beitt á fjárlagaferlið á öllum stigum. Kynjasjónarmið eru þannig fléttuð inn í stefnumótun og ákvarðanatöku og leitast er við að greina kynjaáhrif fjárlaga. Takmarkið er að ráðstafanir í ríkisfjármálum styðji við markmið stjórnvalda um jafnrétti kynjanna.

Um kynjaða fjárlagagerð

Lífshlaup karla og kvenna er um margt ólíkt og staða kynjanna einnig. Tekjuöflun og ráðstöfun opinbers fjár hefur því ólík áhrif á kynin.

Kortlagning kynjasjónarmiða – Stöðuskýrsla

Samkvæmt 30. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 skal samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana.

Fimm ára áætlun

Fimm ára áætlun

Unnið er samkvæmt fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð 2019-2023 sem var samþykkt í ríkisstjórn 26. október 2018. 

Greiningarrammi fyrir jafnréttismat

Greiningarrammi fyrir jafnréttismat 

Fimm skrefa aðferð sem er leiðarvísir við mat á kynja- og jafnréttisáhrifum. Greiningarramminn er í raun gagnvirkt glósublað.

Hagnýtt efni - tæki og tól

Hagnýtt efni - tæki og tól

Þróuð hafa verið ýmis verkfæri sem styðjast má við til samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða við mótun stefnu og aðgerða.

Skýrslur

Skýrslur og greiningar 

Í tengslum við kynjaða fjárlagagerð hafa verið unnar ýmsar skýrslur og greiningar á áhrifum fjárlaga og stefnumótunar á jafnrétti kynjanna. 

Tölfræði

Kynjuð tölfræði 

Greitt aðgengi að tölfræðiupplýsingum er ein af lykilforsendum þess að hægt sé að leggja mat á áhrif ráðstafana í ríkisfjármálum á kynin.  

Samstarf

Samstarfsaðilar 

Innleiðing kynjaðrar fjárlagagerðar er unnin í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg, námsbraut í kynjafræði við HÍ, OECD og fleiri aðila.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum