Hoppa yfir valmynd

Fjármálaráð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráð starfar samkvæmt 13. gr. laga um opinber fjármál. Ráðinu er ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Hlutverk ráðsins er að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um að stefnumörkun í opinberum fjármálum skuli byggð á, en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.

Ráðið leggur jafnframt mat á það hvort markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera séu í samræmi við tiltekin töluleg skilyrði laganna, svokallaðar fjármálareglur, um heildarjöfnuð og heildarskuldir.

Mat ráðsins birtist í umsögnum um fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem ber að senda til Alþingis ekki seinna en tveimur vikum eftir að þær þingsályktanir voru lagðar fram. Álitsgerðirnar eru einnig birtar opinberlega.

Fjármálaráð er sjálfstætt í störfum sínum og setur sér starfsreglur. Ráðið ákveður hvernig staðið skuli að mati á stefnumörkun stjórnvalda í opinberum fjármálum að öðru leyti.
Fjármála- og efnahagsráðherra skipar tvo menn í ráðið samkvæmt tilnefningu Alþingis og einn samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra og skal hann vera formaður. Þrír varamenn eru skipaðir á sama hátt. Formaður ráðsins er skipaður til fimm ára en aðrir til þriggja ára í senn. Ekki má skipa sama mann til setu í fjármálaráði oftar en tvisvar í röð. 

Þeir sem skipaðir eru í fjármálaráð skulu hafa lokið háskólanámi, vera óvilhallir og hafa þekkingu á opinberum fjármálum. Formaður fjármálaráðs skal hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi á fræðasviði sem lýtur að hlutverki ráðsins.

Fjármálaráð er þannig skipað (2022-2025) 

Aðalmenn:

  • Gunnar Haraldsson, formaður, tilnefndur af forsætisráðherra
  • Arna Olafsson, tilnefnd af Alþingi
  • Þórunn Helgadóttir, tilnefnd af Alþingi

Varamenn:

  • Arnaldur Sölvi Kristjánsson, tilnefndur af forsætisráðherra
  • Ágúst Arnórsson, tilnefndur af Alþingi
  • Elísabet Kemp Stefánsdóttir, tilnefnd af Alþingi

Skrifstofustjóri ráðsins er Ólafur Hjálmarsson.

Álitsgerðir fjármálaráðs

Sérrit fjármálaráðs

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum