Hoppa yfir valmynd

Skýrslur og greiningar

Í tengslum við kynjaða fjárlagagerð hafa verið unnar ýmsar skýrslur og greiningar á áhrifum fjárlaga og stefnumótunar á jafnrétti kynjanna. Á árunum 2011-2017 var unnið að afmörkuðum greiningarverkefnum innan allra ráðuneyta. Framvegis fer slík greiningarvinna fyrst og fremst fram í tengslum við stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða.

Árið 2017 var unnið að eftirfarandi verkefnum en niðurstöður þeirra voru ekki birtar:

  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Búvörusamningar og bætt gagnaöflun.
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Samsköttun og samnýting persónuafsláttar.
  • Forsætisráðuneytið í samstarfi við (FJR): Samþætting kynjaðrar fjárlagagerðar og verklags við stefnumótun og fjárlagagerð á grundvelli laga um opinber fjármál.
  • Innanríkisráðuneytið: Innanlandsflug.
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Styrkjakerfi Kvikmyndasjóðs.
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Innleiðing landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
  • Utanríkisráðuneytið: Uppbyggingarsjóður EES.
  • Velferðarráðuneytið: Heimahjúkrun aldraðra. Örorka og málefni fatlaðs fólks.

Í samræmi við þriggja ára áætlun, árin 2011-2014, um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar valdi hvert og eitt ráðuneyti einn meginmálaflokk til að vinna með samkvæmt aðferðum KHF yfir þriggja ára tímabil. Meginmálaflokkar voru fyrst kynntir í skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum sem fylgdi með fjárlagafrumvarpi ársins 2012. Framvinda og áfangaskýrslur voru kynntar í fjárlagafrumvörpum fyrir árin 2013 og 2014. Niðurstöður verkefnanna voru kynntar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015.

Forsætisráðuneyti

Mat á jafnréttisáhrifum stjórnarfrumvarpa

Mennta- og menningarmálaráðuneyti 

Styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónamiði

Utanríkisráðuneyti

Greining á framlögum til þróunarsamvinnu

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1. Greining á búvörusamningum. Styrkir, lánveitingar og önnur fyrirgreiðsla sem ætlað er að efla atvinnulíf, nýsköpun og byggðaþróun

2. Styrkir, lánveitingar og önnur fyrirgreiðsla sem ætlað er að efla atvinnulíf, nýsköpun og byggðaþróun

Innanríkisráðuneyti

Gjafsóknir og önnur opinber réttaraðstoð

Velferðarráðuneyti

Málefni aldraðra: Aldraðir í hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1. Greining á kynjaáhrifum virðisaukaskattskerfisins

2. Kyngreining efnahagsáætlunar

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Loftslagsmál og kynjaáhrif þeirra

Síðast uppfært: 5.7.2021 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum