Hoppa yfir valmynd

Opinber fjármál

Lög um opinber fjármál tóku gildi 1. janúar 2016. Í 5. gr. laganna er kveðið á um fjármálaáætlun sem lögð er fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert til eigi skemmri tíma en fimm ára. Fjármálaáætlun felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð, en við upphaf hvers kjörtímabils leggur ríkisstjórn fram fjármálastefnu þar sem fram koma markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga.

Fjármálaáætlun felur því í sér nánari sundurliðun á markmiðum fyrir ríki og sveitarfélög og þar er birt stefnumörkun um tekjur og gjöld opinberra aðila og þróun þeirra. Þar skal einnig gerð grein fyrir stefnumótun fyrir einstök málefnasvið A-hluta ríkissjóðs og hvernig útgjöld vegna þeirra samræmast markmiðum um þróun tekna og gjalda.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum