Skipulag
Skipurit forsætisráðuneytisins
Uppfært í maí 2019
Æðsti yfirmaður forsætisráðuneytis er forsætisráðherra. Æðsti embættismaður ráðuneytisins er ráðuneytisstjóri, sem stýrir daglegum rekstri þess. Starfsmenn eru um sextíu talsins.
Fjallað er um verkefnasvið forsætisráðuneytis í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta.
Forsætisráðuneytið skiptist í fimm skrifstofur og er málefnasvið þeirra eftirfarandi:
Skrifstofa yfirstjórnar
- Málefni ríkisstjórnar
- Málefni ríkisráðs
- Lög um Stjórnarráð Íslands
- Samskipti við Alþingi og forseta Íslands
- Alþjóðasamskipti
- Málaskrá og skjalasafn
- Þjóðartákn og orður
- Þjóðaröryggisráð
- Upplýsingagjöf til fjölmiðla og almennings
Skrifstofa fjármála
- Rekstur ráðuneytisins
- Fjármál
- Fjárlagagerð
- Mannauðsmál
- Fjármál stofnana
- Eignamál
Skrifstofa löggjafarmála
- Stjórnarskráin og þróun stjórnskipunarréttar
- Stjórnsýslu- og upplýsingalög
- Gæði lagasetningar og einföldun
- Þjóðlendur
- Siðareglur
- Ríkislögmaður
- Umboðsmaður barna
- Óbyggðanefnd
Skrifstofa stefnumála
- Þjóðhagsmál og almenn hagstjórn
- Peningastefna
- Vinnumarkaðssamskipti
- Eftirfylgni með stefnu ríkisstjórnar
- Samhæfing lykilverkefna sem ganga þvert á ráðuneyti
- Framtíðarþróun og sjálfbærni
- Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
- Seðlabankinn
- Hagstofa Íslands
Skrifstofa jafnréttismála
- Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla
- Jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna
- Jöfn meðferð á vinnumarkaði
- Kynrænt sjálfræði
- Stefnumótun á sviði jafnréttismála
- Alþjóðastarf á sviði jafnréttismála
- Jafnréttisstofa
- Kærunefnd jafnréttismála
- Jafnréttissjóður Íslands
Ráðherranefndir
Ráðherranefndir starfa undir forystu forsætisráðherra.
Þetta eru ráðherranefndir um:
- efnahagsmál og endurskipulagning fjármálakerfisins
- jafnréttismál
- ríkisfjármál
- samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti
- matvælastefnu
Fleira um ráðuneytið
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.