Hoppa yfir valmynd

Skipulag

Skipurit forsætisráðuneytisins

 

Uppfært í maí 2023

Æðsti yfirmaður forsætisráðuneytis er forsætisráðherra. Æðsti embættismaður ráðuneytisins er ráðuneytisstjóri, sem stýrir daglegum rekstri þess. Starfsmenn eru um fimmtíu talsins.

Fjallað er um verkefnasvið forsætisráðuneytis í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta (31.1.2022).

Forsætisráðuneytið skiptist í fjórar skrifstofur og er málefnasvið þeirra eftirfarandi:

Skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu

 • Stjórnarskráin og þróun stjórnskipunarréttar
 • Lög um Stjórnarráð Íslands og verkaskipting í Stjórnarráðinu
 • Stjórnsýslu- og upplýsingalög
 • Heilindi í opinberum störfum
 • Samskipti við Alþingi og forseta Íslands
 • Málefni ríkisstjórnar
 • Málefni ríkisráðs
 • Þjóðartákn og orður
 • Þjóðaröryggisráð
 • Þjóðlendur og Hrafnseyri
 • Alþjóðasamskipti og samhæfing á sviði Evrópusamvinnu
 • Upplýsingagjöf til fjölmiðla og almennings
 • Ríkislögmaður
 • Óbyggðanefnd
 • Umboðsmaður barna
 • Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Skrifstofa innviða og þróunar

 • Rekstur ráðuneytisins
 • Fjármál
 • Fjárlagagerð
 • Stoðþjónusta við aðrar skrifstofur
 • Fjármál stofnana
 • Eignamál
 • Gæðamál
 • Umbætur og þróun í innri starfsemi ráðuneytisins
 • Málaskrá og skjalasafn
 • Mannauðsmál í ráðuneytinu

Skrifstofa samhæfingar og stefnumála

 • Stuðningur við stefnumótun ríkisstjórnar, ráðuneytisins og stofnana
 • Eftirfylgni með stefnu ríkisstjórnar
 • Samhæfing lykilverkefna sem ganga þvert á ráðuneyti
 • Þjóðhagsmál og almenn hagstjórn
 • Samskipti við aðila vinnumarkaðarins
 • Þjóðhagsráð
 • Þjónusta við ráðherranefndir
 • Sjálfbær þróun og réttlát umskipti
 • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
 • Seðlabankinn
 • Hagstofa Íslands

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála

 • Jöfn staða og jafn réttur kynjanna
 • Stjórnsýsla jafnréttismála
 • Jöfn meðferð utan vinnumarkaðar
 • Jöfn meðferð á vinnumarkaði
 • Jafnlaunavottun
 • Málefni hinsegin fólks
 • Kynrænt sjálfræði
 • Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum
 • Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna
 • Stefnumótun á sviði jafnréttismála
 • Alþjóðastarf á sviði jafnréttismála
 • Mannréttindamál
 • Jafnréttisstofa 
 • Kærunefnd jafnréttismála 
 • Jafnréttissjóður Íslands
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum