Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Katrín Jakobsdóttir - forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir

forsætisráðherra

Katrín tók við embætti forsætisráðherra 30. nóvember 2017. 

Katrín er fædd í Reykjavík 1. febrúar 1976. Foreldrar: Jakob Ármannsson (fæddur 7. maí 1939, dáinn 20. júlí 1996) bankamaður og kennari og Signý Thoroddsen (fædd 13. ágúst 1940, dáin 11. desember 2011) sálfræðingur, dóttir Sigurðar S. Thoroddsens alþingismanns, bróðurdóttir Katrínar Thoroddsen alþingismanns og Skúla S. Thoroddsens alþingismanns, sonardóttir Skúla Thoroddsens alþingismanns. Maki: Gunnar Sigvaldason (fæddur 13. mars 1978). Foreldrar: Sigvaldi Ingimundarson og Sigurrós Gunnarsdóttir. Synir: Jakob (2005), Illugi (2007), Ármann Áki (2011).

Stúdentspróf MS 1996. BA-próf í íslensku með frönsku sem aukagrein frá HÍ 1999. Meistarapróf í íslenskum bókmenntum 2004.

Málfarsráðunautur á fréttastofum RÚV í hlutastarfi 1999–2003 auk fjölmargra sumarstarfa. Dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og ritstörf fyrir ýmsa prentmiðla 2004–2006. Kennsla fyrir Endurmenntun, símenntunarmiðstöðvar og Mími tómstundaskóla 2004–2007. Ritstjórnarstörf fyrir Eddu - útgáfu og JPV-útgáfu 2005–2006. Stundakennsla við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík 2006–2007. Menntamálaráðherra 1. febrúar til 10. maí 2009, mennta- og menningarmálaráðherra 10. maí 2009, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013. Samstarfsráðherra Norðurlanda 1. febrúar 2009 til 23. maí 2013. Í fæðingarorlofi 31. maí til 31. október 2011.

Í stúdentaráði HÍ og háskólaráði 1998–2000. Formaður Ungra Vinstri grænna 2002–2003. Fulltrúi í fræðsluráði, síðar menntaráði, Reykjavíkur 2002–2005. Formaður nefndar um barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 2002–2006. Varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann 2002–2006. Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2003–2013, formaður síðan 2013. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur 2004. Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2004. Í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2013–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2007 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Menntamálaráðherra 2009. Mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013. Forsætisráðherra síðan 30. nóvember 2017.

Efnahags- og skattanefnd 2007–2009, menntamálanefnd 2007–2009, umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2014, utanríkismálanefnd 2014–2015, efnahags- og viðskiptanefnd 2015–2017.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2014, þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2014–2016, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2017.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum