Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsleg aðstoð vegna sameiningar sveitarfélaga

Nýjar reglur um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga hafa tekið gildi. Reglurnar fela í sér aukinn fjárhagslegan stuðning við sameiningu sveitarfélaga og er ein af aðgerðum í þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem samþykkt hefur verið á Alþingi. 

Nýju reglurnar varða fyrirkomulag útreiknings á skuldajöfnunarframlagi sem og framlags vegna endurskipulagningar á stjórnsýslu í kjölfar sameiningar. Einnig er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem íbúaþróun hefur verið undir landsmeðaltali með sérstöku byggðaframlagi.

Samkvæmt tillögu að nýjum reglum verða eftirfarandi fimm þættir grundvöllur útreiknings framlaga:

  1. Undirbúningur og framkvæmd sameiningar.
  2. Óskert tekju- og útgjaldajöfnunarframlög.
  3. Skuldajöfnunarframlag.
  4. Endurskipulagning þjónustu og stjórnsýslu.
  5. Byggðaframlag.

Allt að 15 milljarðar króna gætu runnið í slíkan stuðning á næstu 15 árum allt eftir því hvort sveitarfélög hyggjast nýta sér þennan möguleika. Nýmæli er að einstök sveitarfélög geta fyrirfram séð hvað kæmi í þeirra hlut samkvæmt reglunum óháð því hvaða sveitarfélagi verið er að sameinast.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.7.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum