Hoppa yfir valmynd

Starfsemi Jöfnunarsjóðs

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga. Innviðaráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs en honum til ráðuneytis er sjö manna ráðgjafarnefnd sem skipuð er til fjögurra ára að loknum sveitarstjórnarkosningum. Sex nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en einn er skipaður af ráðherra án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.

Jöfnunarsjóður hefur starfað óslitið síðan 1937. Við breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga árið 1990 fór fram umtalsverð endurskoðun á starfsemi sjóðsins er fólst einkum í því að jöfnunarhlutverk hans var stóraukið. Auk þess voru sjóðnum falin tiltekin verkefni til að greiða fyrir breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og stuðla að sameiningu sveitarfélaga. Helstu breytingar, sem gerðar hafa verið á sjóðnum síðan, tengjast yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga þann 1. ágúst árið 1996 og yfirfærslu málefna fatlaðs fólks 1. janúar 2011.

Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Ríki og sveitarfélög gerðu árið 2022 nýtt samkomulag um kostnað við eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnámsins. Á grundvelli þess veitti ríkissjóður 679,1 m.kr. vegna verkefnisins árið 2023 og annaðist Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutun og greiðslur framlagsins.  

Árið 2023 er um eftirfarandi verkefni að ræða á grundvelli viðaukans frá 29. mars 2022:

  • Námsgagnasjóður, 74,5 m.kr.
  • Vistheimilið Bjarg, 97,8 m.kr.
  • Tölvumiðstöð fatlaðra, 12,8 m.kr.
  • Sumardvalarheimilið í Reykjadal, 40,2 m.kr.
  • Endurmenntunarsjóður grunnskóla, 61,2 m.kr.

Hér að neðan má sjá aftektir fyrir verkefni Jöfnunarsjóðs

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs

Hlutverk ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs er að gera tillögur ráðherra um úthlutanir framlaga úr sjóðnum annarra en bundinna framlaga, sbr. reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar formann og varaformann án tilnefningar en Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir sex fulltrúa og jafn marga til vara.

Starfsfólk sjóðsins

Aðsetur Jöfnunarsjóðs

Innviðaráðuneyti
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík

Sími: 545 8200
Bréfasími: 552 7340

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 27.2.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum