Með tilvísun til ákvæða 15. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipað sjö manna ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Hlutverk ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að gera tillögur til ráðherra um úthlutanir einstakra framlaga úr sjóðnum annarra en bundinna framlaga. Sex nefndarmenn og sex varamenn eru tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er þannig skipuð:
Aðalmenn:
- Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, formaður
- Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
- Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ
- Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
- Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs í Sveitarfélaginu Skagafirði
- Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar
- Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Varamenn:
- Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, varaformaður
- Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík
- Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
- Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð
- Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
- Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi Fljótsdalshéraðs
- Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Árborg