Hoppa yfir valmynd

Árangur í ríkisrekstri

Til þess að ríkisfjármálin séu sjálfbær þarf að fylgjast með árangri í starfsemi og hafa getu til að forgangsraða eftir þörfum. Í takti við árangursmiðaða fjárlagagerð verður birt yfirlit yfir árangur ríkisaðila eftir fjórum lykilbreytum í starfsemi; skilvirkni, ánægju viðskiptavina, starfsánægju og rekstri. Með þessu móti verður hægt að fylgjast með árangri við veitingu fjármuna niður á ríkisaðila og veita betri innsýn inn í opinbera starfsemi.Á þessari vefsíðu verða innan skamms birtar árangursupplýsingar um alla ríkisaðila í A-hluta.

Í stað þess að leggja áherslu á það hversu miklum fjármunum hverri stofnun er úthlutað er skoðað hverju stofnunin skilar til samfélagsins. Þetta er gert með því að nýta mælanlegar upplýsingar í auknum mæli við gerð fjármálaáætlunar, fjárlagagerðar og við framkvæmd fjárlaga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku, auka gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstrinum. Þetta þýðir að þegar ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar liggi fyrir hvaða árangri skuli náð á tilteknu tímabili og hverju fyrri fjárveitingar hafa skilað.

Myndin um árangursmiðaða stjórnun er tvískipt. Efri hlutinn lýsir tengingu áætlanagerðar á grunni stefnu en neðri hlutinn nýtingu fjármuna í framkvæmd hjá ríkisaðilum. Þar á milli á sér stað samtal um þjónustu og árangur sem er kjarninn í árangursmiðaðri stjórnun hjá ríkinu.

Innsýn inn í lykilmælikvarða

Mannauðsmælieining samsett úr lykilþáttum:

• Heildaránægja starfsfólks
• Helgun, samsvörun við tilgang og gildi, stolt, sveigjanleiki, meðmæli
• Traust, vinnustaður, stjórnendur
• Vöxtur, fræðsla, þróun, nýsköpun
• Líðan, veikindi (skammtíma og langtíma), yfirvinnuhlutfall, starfsmannavelta

Rekstrarmælieining samsett úr lykilþáttum:

• Útgjaldaliðir innan heimilda
Hlutfall liða, o.fl.
• Launakostnaður í heild, á stöðugildi, á vinnustund, fjöldi stöðugilda, o.s.frv.
• Annar rekstrarkostnaður
Þróun liða m.v. fyrra tímabil samanburður, o.fl.

Viðskiptavinir-Ánægjumælieining samsett úr lykilþáttum:

• Heildaránægja með þjónustu
• Áreiðanleiki
• Viðmót
• Hraði þjónustu

Skilvirknimælieining samsett úr lykilþáttum:

• Hlutfall lykilverkefna lokið á tíma
• Framgangur mælikvarða.

Eldra efni um árangursstjórnun: 

Skipulag og stjórnun ríkisstofnana

Síðast uppfært: 4.3.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum