Hoppa yfir valmynd

Lögræði

Lögræði er tvenns konar, sjálfræði og fjárræði. Sjálfræði felur í sér réttinn til að ráða sjálfur persónulegum högum sínum, öðrum en fjármálum. Fjárræði felur í sér réttinn til að ráða sjálfur fjármálum sínum. Menn verða lögráða, þ.e. bæði sjálfráða og fjárráða, við 18 ára aldur.

Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón með málefnum er varða lögræði, þ. á m. stefnumótun og umsjón með regluverki. Sýslumenn eru hins vegar yfirlögráðendur hver í sínu umdæmi og hafa eftirlit með lögráðamönnum, ráðsmönnum og fjárhaldi lögráðamanna þeirra sem eru of ungir til að vera fjárráða, sjá nánar um lögræði á vef sýslumanna. Ákvörðun yfirlögráðanda samkvæmt lögræðislögum má skjóta til dómsmálaráðherra innan 30 daga frá birtingu hennar.

Lögræðissvipting

Standi brýn þörf til, enda hafi önnur og vægari úrræði í formi aðstoðar verið fullreynd, er heimilt með úrskurði dómara að svipta mann tímabundið lögræði. Sjá nánari upplýsingar um lögræði, fjárræði og sjálfræði á vef sýslumanna. Þjóðskrá Íslands heldur skrár um lögræðissvipta menn, skipaða lögráðamenn og ráðsmenn, og gefur út vottorð um það. Sjá nánar á vef Þjóðskrár.

Nauðungarvistun

Nauðungarvistun heyrir til undantekninga, enda mjög alvarlegt inngrip í frelsi einstaklings og algert neyðarúrræði. Markmið nauðungarvistunar er að tryggja að hægt sé að koma við nauðsynlegri læknishjálp samhliða því að gæta að réttaröryggi og mannréttindum hins nauð­ungarvistaða. Einungis félagsþjónustur sveitarfélaga geta lagt fram beiðni um nauðungarvistun, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tekur síðan ákvörðun um. Komi til framlengingar nauðungarvistunar er slík krafa borin undir dómstóla, sjá nánar um nauðungarvistun á vef sýslumanna.

Sjá einnig:

Verkefni sýslumanna

Sýslumaður fer með eftirfarandi verkefni varðandi lögráðamál:

Staðfesting á lögræði

Hjá Þjóðskrá Íslands má óska eftir staðfestingu á lögræði einstaklings. Sjá nánar um útgáfu vottorða á neðangreindum hlekk á vef Þjóðskrár:

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum