Mannanöfn

Skylt er að gefa barni nafn áður en það verður sex mánaða gamalt. Barn öðlast nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi eða með tilkynningu um nafngjöf til Þjóðskrár Íslands, prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags eða lífsskoðunarfélags eða til einstaklinga sem starfa í umboði forstöðumanns skráðs trúfélags eða lífsskoðunarfélags og fengið hafa löggildingu sýslumanns.

Þjóðskrá Íslands tekur við tilkynningum um nafnbreytingar, öðrum en þeim sem varða óskir um nafnbreytingar við upptöku íslensks ríkisfangs. Þær eru afgreiddar hjá Útlendingastofnun.

Mannanafnanefnd

Mannanafnanefnd starfar á grundvelli laga um mannanöfn. Helstu verkefni hennar eru:

  • Að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil, svonefnda mannanafnaskrá.
  • Að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn.
  • Að skera úr öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar.

Upplýsingar um mannanafnanefnd 

Úrskurðir mannanafnanefndar 

 

Skriflegum erindum skal beint til mannanafnanefndar á neðangreindan máta:

Mannanafnanefnd
b.t. Þjóðskrár Íslands
Borgartúni 21
105 Reykjavík
[email protected]

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn