Hoppa yfir valmynd

Andlát og dánarbú

Við andlát manns verður til dánarbú, sem tekur við flestum fjárhagslegum réttindum og skyldum hins látna þar til þau hafa verið falin öðrum eða leidd til lykta með öðrum hætti. Um þessi atriði er einkum fjallað í lögum um skipti á dánarbúum og að hluta í erfðalögum.

Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á löggjöf varðandi erfðamál og skipti á dánarbúum og tekur þátt í norrænni samvinnu á þessu sviði.

Sýslumenn sjá um þjónustu og upplýsingagjöf varðandi andlát og dánarbú og eru ítarlegar upplýsingar og eyðublöð að finna á vef þeirra, syslumenn.is. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra annast þar að auki umsóknir um kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar á arfi. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um andlát, dánarbú, útför og fleira er einnig að finna á vefnum Ísland.is

Sjá einnig:

Verkefni sýslumanna

Sýslumenn sjá um þjónustu og upplýsingagjöf varðandi andlát og dánarbú og eru ítarlegar upplýsingar og eyðublöð að finna á vef þeirra.

Gagnlegir tenglar

Síðast uppfært: 13.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum