Hoppa yfir valmynd

Ný persónuverndarlöggjöf 2018

Framundan eru miklar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni. Áætlað er að vorið 2018 komi til framkvæmda ný persónuverndarlöggjöf hér á landi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga, hvort heldur um viðskiptavini, notendur hugbúnaðar, nemendur, eigið starfsfólk eða aðra, verða að fylgja hinni nýju löggjöf. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er að ræða umfangsmestu endurbætur sem gerðar hafa verið á löggjöfinni í tvo áratugi.

Eitt meginmarkmið þeirra heildstæðu endurbóta sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf er að veita einstaklingum betri vernd og færa þeim aukinn ákvörðunarrétt yfir persónuupplýsingum sínum. Tilgangurinn er  að fela einstaklingum stjórn yfir því hver vinnur upplýsingar um þá, hvenær og í hvaða tilgangi. Réttindi einstaklinga eru því styrkt með nýrri löggjöf enda hafa áskoranir örrar tækniþróunar kallað á slíka endurskoðun.

Á sama tíma og réttindi einstaklinga eru styrkt er leitast við að greiða braut fyrirtækja á stafrænum innri markaði. Ýmsar nýjar skyldur verða þó lagðar á fyrirtæki og þá sem vinna með persónuupplýsingar í hinni nýju löggjöf. Brot gegn reglunum munu geta varðað háum sektum. Nánar má lesa um hinar nýju reglur á vef Persónuverndar og hér:

Tenglar á fréttir og umfjöllun framkvæmdastjórnar ESB um samþykkt hinna nýju reglna:

  • http://europa.eu/rapid/press-release_STATEMENT-16-1403_en.htm
  • http://ec.europa.eu/justice/data-protection/reform/index_en.htm

Tenglar á nýjar reglur:

Sjá einnig:

Persónuvernd

Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglna settra samkvæmt þeim. 

Síðast uppfært: 13.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum