Hoppa yfir valmynd

Móttaka og stuðningur við nýja stjórnendur hjá ríkinu

Í samræmi við aðgerðir í stjórnendastefnu ríkisins hefur verið þróað verklag fyrir móttöku og stuðning við nýja stjórnendur hjá ríkinu. Um er að ræða leiðbeinandi verklag sem nýtist ráðuneytum og öðrum sem taka á móti nýjum stjórnendum ríkisstofnana. Verklagið er í reglulegri endurskoðun og uppfærslu.

Mynstur

Móttaka

Markmið vandaðs innleiðingarferlis er að byggja upp traust við nýja stjórnendur og skapa grunn fyrir framtíðarsamstarf. 

Mynstur

Stuðningur

Markmið stuðnings við nýja stjórnendur er að stjórnandi geti eflt sig í stjórnendahlutverkinu á eigin forsendum. Því er stuðningurinn sniðinn að þörfum og reynslu nýs stjórnanda hverju sinni. 

Mynstur

Hagnýtar upplýsingar

Mikilvægt er fyrir nýja stjórnendur að hafa greiðan aðgang að lykilupplýsingum varðandi rekstur ríkisstofnana og hlutverk stjórnandans. Hér er að finna almennar og hagnýtar upplýsingar er lúta að rekstri ríkisstofnana.

Móttaka

Fagráðuneyti ber ábyrgð á móttöku nýs forstöðumanns. Markmiðið er að ganga frá samningum og formsatriðum á skilvirkan hátt, kynnast nýjum stjórnanda og leggja þannig grunn að árangursríku samstarfi. Forstöðumaður skrifar undir skipunarbréf og erindisbréf hjá ráðherra.

Stuðningur

Fagráðuneyti og nýr stjórnandi bera sameiginlega ábyrgð á að skilgreina viðeigandi stuðning og ráðgjöf. Markmiðið er að veita nýjum stjórnanda stuðning, sniðinn að þörfum hvers og eins, þannig að viðkomandi geti eflt sig í stjórnendahlutverkinu á eigin forsendum. Dæmi um stuðning fyrir nýja stjórnendur er markþjálfun, mentorakerfi og annar stuðningur sem skilgreindur er í samræmi við þarfir og áherslur í ríkisrekstri hverju sinni.

Hagnýtar upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðuneyti (Kjara- og mannauðssýsla ríkisins) heldur úti lista yfir hagnýtar upplýsingar fyrir nýja forstöðumenn. Listanum hér að neðan er ætlað að auðvelda aðgengi nýrra stjórnenda að lykilupplýsingum er varðar rekstur ríkisstofnana og starfsumhverfi stjórnenda hjá ríkinu.

Vinnustofa fyrir nýja stjórnendur

Fjármála- og efnahagsráðuneyti (Kjara- og mannauðssýsla ríkisins) heldur vinnustofu fyrir nýja stjórnendur einu sinni til tvisvar á ári. Hver vinnustofa er um fjögurra til sex klukkustunda löng og lágmarksþátttaka eru fjórir nýir stjórnendur. Vinnustofunum er ætlað að efla tengsl nýrra stjórnenda og styrkja þá í stjórnunarhlutverki sínu. Innihald vinnustofanna er í samræmi við kjörmynd í stjórnendastefnu ríkisins. Efni vinnustofanna er sveigjanlegt þannig að þátttakendur hafa tækifæri til að hafa áhrif á efni og innihald. Hvatt er til umræðu og virkrar þátttöku.

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum