Hoppa yfir valmynd

Stjórnendasamtöl og endurgjöf

Í samræmi við stjórnendastefnu ríkisins er lagt til að reglulega fari fram stjórnendasamtöl með það að markmiði að stjórnendur fái hvatningu og endurgjöf til að geta þróast og náð árangri í starfi.

Samtöl milli stjórnanda og ráðuneytis (stjórnar) skulu vera reglubundin og byggjast á samræmdu formi og gögnum sem varpa ljósi á starfsemina og hæfni forstöðumanns. Þar sem ráðuneyti og stjórnandi eru ekki í daglegum samskiptum er mikilvægt að samtalið sé hlutlægt og í samræmi við raunveruleikann. Í samtölunum er rætt um árangur og framtíðaráform í tengslum við starfsemi stofnunar auk frammistöðu stjórnanda. Niðurstaða slíks samtals er meðal annars nýtt til að varða áframhaldandi starfsþróun stjórnanda.

Áður en samtölin fara fram er lagt fyrir stjórnendamat svo að hægt sé að styðjast við haldbær gögn þegar ræddir eru styrkleikar stjórnanda. Í stjórnendamatinu meta stjórnandi og samstarfsfólk hæfni viðkomandi stjórnanda í takt við hæfniskröfur er fram koma í stjórnendastefnu ríkisins og er sendur stuttur spurningalisti annars vegar til stjórnandans og hins vegar til undirmanna/samstarfsfólks. Úrtakið er mismunandi eftir stærð stofnana. Spurningalistinn er þróaður út frá þeim hæfniskröfum sem fram koma í kjörmynd stjórnenda í stjórnendastefnu ríkisins. Hlutlaus aðili framkvæmir stjórnendamatið.

Undirbúningur er mikilvægur áður en fari er í samtal. Gott er að fara yfir eyðublaðið og leiðbeiningarnar og vera búinn að setja niður fyrir sig hvað mikilvægt er að ræða við viðkomandi.

Eyðublöð

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum