Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
dómsmálaráðherra
Þorbjörg Sigríður tók við embætti dómsmálaráðherra 21. desember 2024.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2020 (Viðreisn).
Hún er fædd í Reykjavík 23. maí 1978. Maki: Ágúst Ólafur Ágústsson. Þau skildu. Dætur: Elísabet Una, Kristrún og María Guðrún.
Stúdentspróf MR 1998. Cand. juris HÍ 2005. LL.M.-gráða (Master of Laws) frá Columbia University í Bandaríkjunum 2011.
Vann við blaðamennsku á DV á háskólaárum. Aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri ofbeldisbrotadeildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2007–2008. Aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur 2008–2009. Vann við rannsóknarstörf í Háskóla Íslands, EDDA – Öndvegissetur 2012–2013. Aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara 2013–2015. Deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst 2015–2017. Aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra 2017. Saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara 2018–2020.
Í stúdentaráði Háskóla Íslands 2000–2002. Oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 2002. Í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík 2004–2005. Ritari stjórnar Kvennaathvarfsins 2007–2008. Í stjórn landsnefndar Unifem á Íslandi 2007–2008. Í fagráði Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála 2015–2017. Í stjórn Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis 2017.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.