Hoppa yfir valmynd

Hjúskapur og sambúð

Hjúskapur er fyrst og fremst borgaraleg stofnun. Löggjöf um hjúskap skilgreinir þetta viðurkennda sambúðarform á hverjum tíma og markar hverjir megi ganga í hjúskap og hver hjónavígsluskilyrði skuli vera. Þá fylgja stofnun hjúskapar tiltekin réttaráhrif. Í hjúskaparlögum frá 1993 er m.a. fjallað um hjónavígsluskilyrði, hjónavígslur, ógildingu hjúskapar og hjónaskilnaði. Engin heildarlög eru hins vegar um óvígða sambúð hér á landi. Þá eru réttaráhrif óvígðar sambúðar ekki þau sömu og við stofnun hjúskapar. Einstaklingar sem hafa sama lögheimili og eru ekki eru giftir eða í óupplýstri hjúskaparstöðu geta skráð sig í sambúð hjá Þjóðskrá Íslands.

Helstu verkefni ráðuneytisins á þessu sviði eru stefnumótun og mótun laga og reglugerða, úrlausn kærumála vegna úrskurða sýslumanna, alþjóðleg samvinna og upplýsingagjöf og almennar leiðbeiningar.

Stofnun hjúskapar erlendis

Unnt er að óska eftir yfirlýsingu sýslumanns vegna fyrirhugaðrar stofnunar hjúskapar erlendis en embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum annast útgáfu slíkra yfirlýsinga á landsvísu.
Sótt er um með rafrænum hætti á vef sýslumanna. Nánari upplýsingar er að finna á vef sýslumanna, sjá hér: Gifting erlendis | Ísland.is

Sjá einnig:

Upplýsingar á vef Þjóðskrár Íslands

Upplýsingar á vef sýslumanna

Á vef sýslumanna má finna nánari upplýsingar um fjölskyldumál, hjónavígslur, hjónaskilnaði, sambúðarslit o.fl.

Síðast uppfært: 11.3.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum