Hoppa yfir valmynd

Félagsvísar - mælikvarðar félagslegrar velferðar

Félagsmálaráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað og birt árlega samfélagslegar mælingar undir yfirskriftinni félagsvísar. Markmið vísanna er að auðvelda almenningi og stjórnvöldum að fylgjast með samfélagslegri þróun. Félagsvísum er ætlað að mæla þætti sem eru í eðli sínu mikilvægir fyrir líf fólks og hafa bein áhrif á félagslega velferð þeirra. Nýr vefur félagsvísa opnaði 18. október 2019. Þar er tölulegum upplýsingum félagsvísa miðlað á aðgengilegan hátt. Á vefnum er að finna fjölbreytta mælikvarða félagslegrar velferðar sem skiptast í 11 víddir. Félagsvísar gefa heildarmynd af stöðu félagslegrar velferðar innan hverrar víddar. 

Hagstofa Íslands annast uppfærslu og birtingu félagsvísa samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið.  

Félagsvísar 2023

Félagsvísar 2022

Félagsvísar 2021

Félagsvísar 2018

Félagsvísar 2017

Félagsvísar 2016

Eldri félagsvísar

Félagsvísar um tiltekin málefni

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 11.1.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum