Hoppa yfir valmynd

Norræn velferðarvakt

Norræna velferðarvaktin er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands 2014. Það er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og miðar að því að styrkja og stuðla að sjálfbærni norrænu velferðarkerfanna, með því að efla rannsóknir og auka samvinnu og miðlun reynslu og þekkingar á milli Norðurlandanna. - Nánar...

Lokaráðstefna Norrænu velferðarvaktarinnar

Hér er að finna upptökur af fyrirlestrum og umræðum ásamt glærum og tillögum.

Fjölmennt var á lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar sem haldin var á hótel Hilton Reykjavík þann 16. nóvember sl. Á ráðstefnunni var afrakstur þessa norræna samstarfs kynntur. - Nánar...

Norrænir velferðarvísar

Þróaðir verða norrænir velferðarvísar. Lögð er áhersla á að finna eða þróa vísa sem eru lýsandi fyrir stöðu velferðar borgara á Norðurlöndum. Mikilvægt er að vísarnir gefi vísbendingar um samfélagsþróun og áhrif þjóðfélagsaðstæðna  á almenning og einstaka . - Nánar...

Velferð og vá

Í þessum verkþætti verður metið hvernig norræn velferðarkerfi eru undirbúin undir hvers konar vá með sérstaka áherslu á hlutverk félagsþjónustu. Dreginn verður lærdómur af starfi Velferðarvaktarinnar sem var stofnsett hér á landi í kjölfar efnahagskreppunnar. - Nánar...

 

Kreppur og velferð – Lærdómur til framtíðar

Skoðað verður hvaða aðgerðir sem gripið var til í kjölfar efnahagsþrenginga á Norðurlöndum skiluðu árangri, hvar hafi verið hægt að gera betur og hvaða afleiðingar efnahagsþrenginganna hafi stafað af aðgerðarleysi stjórnvalda. - Nánar...

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum