Hoppa yfir valmynd

Kreppur og velferð - lærdómur til framtíðar

Í þessum verkþætti verður skoðað verður hvaða aðgerðir sem gripið var til í kjölfar efnahagsþrenginga á Norðurlöndum skiluðu árangri, hvar hafi verið hægt að gera betur og hvaða afleiðingar efnahagsþrenginganna hafi stafað af aðgerðarleysi stjórnvalda. Í þessu skyni verður þróaður opinn samhæfður gagnabanki um tölfræði og stefnuúuræði sem beitt hefur verið í einstökum löndum. Verður hann notaður til að gera samanburð milli landa og tímabila á þessum vettvangi. Gagnabankinn skapar mikinn efnivið fyrir greiningar á tengslum milli aðgerða stjórnvalda og árangurs við að komast út úr kreppu með sem minnstum afleiðingum fyrir velferð borgaranna.

Verkefninu er stýrt af Stefáni Ólafssyni prófessor við Háskóla Íslands. Meðal sérfræðinga frá hinum Norðurlöndunum sem vinna að verkefninu eru Olli Kangas frá Tryggingastofnun Finnlands (KELA) og Jóakim Palme prófessor í stjórnmálafræði við Uppsala háskóla í Svíþjóð.

Haft verður samstarf við sérfræðinga frá Bretlandi og Írlandi. Einnig er gert ráð fyrir samstarfi við Eystrasaltslöndin. Starfsmaður verkefnisins er Agnar Freyr Helgason en aðrir sérfræðingar koma að einstökum verkþáttum.

Á árinu 2014 var settur rammi um verkefnið, gagnasöfnun hafin og byrjað að vinna að uppbyggingu gagnabanka með samhæfðum upplýsingum frá Norðurlöndunum.

Á árinu 2015 verður haldið áfram með gagnasöfnun og uppbyggingu gagnabankans ásamt því að halda vinnustofur með öllum sem að verkefninu koma auk þess sem alþjóðlegir sérfræðingar á þessu sviði munu taka þátt. Vinnustofa verður haldin að hausti 2015.

  • Vefsvæði fyrir verkefnið Kreppur og velferð: Welfare and Nordic Crisis Management Strategies-A Comparative Research Project
    Þar er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar, samantektir, skýrslur og fleira sem tengjast verkefninu.

Nýtt efni

  • Ný skýrsla: Welfare and Nordic Crisis Management Strategies - a comparative project
    Í skýrslunni er fjallað um aðgerðir sem gripið var til í kjölfar efnahagsþrenginga á Norðurlöndunum sem skiluðu árangri, hvað hefði verið hægt að gera betur, hvaða afleiðingar efnahagsþrenginganna hafi stafað af aðgerðaleysi stjórnvalda o.fl.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum