Hoppa yfir valmynd

Norrænir velferðarvísar

Þróaðir verða norrænir velferðarvísar. Lögð er áhersla á að finna eða þróa vísa sem eru lýsandi fyrir stöðu velferðar borgara á Norðurlöndum. Mikilvægt er að vísarnir gefi vísbendingar um samfélagsþróun og áhrif þjóðfélagsaðstæðna á almenning og einstaka hópa þannig að stjórnvöld geti gripið til mótvægisaðgerða sem fyrst. Norrænir velferðarvísar verða mikilvæg viðbót til að styrkja grundvöll stefnumótunar í velferðarmálum til framtíðar. Verkefnið er unnið í nánu samráði við NOSOSKO/NOMESKO.

Verkefnið er leitt af Sigríði Jónsdóttur, sérfræðingi í velferðarráðuneytinu. Í stýrihópi verkefnisins eru sömu fulltrúar og sitja fyrir hönd sinna landa í NOSOCO. Í hverju landi koma fulltrúar háskóla/rannsóknarsamfélagsins, stjórnsýslunnar og hagstofa að verkefninu. Verkefnisstjóri er Håkan Nyman deildarstjóri í sænska félagsmálaráðuneytinu í Svíþjóð. Hann hóf störf 1. október 2014.

Í verkefnisstjórn sitja:

  • Preben Etwil (Danmarks statistik), Danmörk.
  • Timo A. Tanninen (Social- och hälsovårdsministeriet), Finnlandi.
  • Larus Blondal (Statice), Íslandi
  • Elisabeth Rønning (Statistisk sentralbyrå), Noregi.
  • Håkan Nyman (Socialdepartementet), Svíþjóð.

Upphafsfundur var haldinn í júní 2014 í Reykjavík með fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum. Fulltrúarnir voru frá hagstofum landanna, aðilar sem stunda rannsóknir á sviðinu og embættismenn.

Verkefnið var kynnt á fundi NOSOSKO/NOMESKO.

Nýtt efni

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum