Jafnrétti
Forsætisráðuneytið fer með mál sem varða jafnrétti, þar á meðal lög jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (jafnréttislög), lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um kynrænt sjálfræði. Jafnréttisstofa, kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttissjóður Íslands heyra einnig undir ráðuneytið.
Markmið jafnréttislaga er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allar manneskjur skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.
Jafnréttismálin koma þó við sögu innan allra ráðuneyta. Öll ráðuneytin hafa gert jafnréttismat á málefnasviðum og málaflokkum sem þau bera ábyrgð á og hafa þær upplýsingar verið teknar saman í skýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á þær áskoranir sem til staðar eru í jafnréttismálum og ávarpa má með markmiðssetningu, hvort sem það er við stefnumótun, lagasetningu eða fjárlaga- og áætlanagerð.
Algengar spurningar
Útgefið efni
%20-%20Copy%20(1).png?proc=MediumImage)
Alþingi samþykkti í júní 2022 þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Áætlunin er sú fyrsta sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks.
Nánar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks.