Hoppa yfir valmynd

Jafnrétti

English version 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fer með mál sem varða jafnrétti, þar á meðal lög jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (jafnréttislög), lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um kynrænt sjálfræði. Jafnréttisstofa, kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttissjóður Íslands heyra einnig undir ráðuneytið.

Markmið jafnréttislaga er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allar manneskjur skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Jafnréttismálin koma þó við sögu innan allra ráðuneyta. Öll ráðuneytin hafa gert jafnréttismat á málefnasviðum og málaflokkum sem þau bera ábyrgð á og hafa þær upplýsingar verið teknar saman í skýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á þær áskoranir sem til staðar eru í jafnréttismálum og ávarpa má með markmiðssetningu, hvort sem það er við stefnumótun, lagasetningu eða fjárlaga- og áætlanagerð.

Vigdís Prize for Women's Empowerment
Jafnréttisverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur voru afhent í fyrsta sinn 24. júní 2024 í Strassborg. Um er að ræða alþjóðleg verðlaun sem ríkisstjórn Íslands og Evrópuráðsþingið standa að.

 

Það voru grísku grasrótarsamtökin Irida Women's Center sem hlutu verðlaunin. Samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin voru stofnuð 2016 þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands en þau bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól.

Ný skýrsla

Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024 er komin út en ráðherra jafnréttismála skal gefa út slíka skýrslu einu sinni á kjörtímabili. 

Skýrslan er afar viðamikil og inniheldur umfjöllun um stöðu og þróun jafnréttismála á helstu sviðum samfélagsins.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhersla hafi verið lögð á markvissar aðgerðir í jafnréttismálum þau ár sem hún nær yfir og ýmsar vörður markaðar á sviði jafnréttismála.

Jafnrétti 2024 - Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála

Algengar spurningar

Algengar spurningar og svör um jafnréttismál.

 

Útgefið efni

Rit, skýrslur og annað útgefið efni á sviði jafnréttismála.

 

Um jafnrétti kynjanna

Ísland stendur vel að vígi í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stöðu jafnréttismála. Hér er að finna útlistun á markmiði og inntaki jafnréttislaga ásamt umfjöllun um stöðu jafnréttismála á Íslandi.

Löggjöf um jafnrétti

Markmið jafnréttislaga er koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.

Hinsegin málefni

Fjallað er um málefni hinsegin fólks og réttindamál þeirra, þ.e. bann við mismunun, kynrænt sjálfræði, rétt til hlutlausrar skráningar, rétt til líkamlegrar friðhelgi og samning við Samtökin ´78. 

Kyngreind tölfræðiSöfnun og meðferð upplýsinga um stöðu kynjanna í samfélaginu er hornsteinn að markvissu jafnréttisstarfi. Hér má finna kynjaða tölfræði t.d. um menntun, laun, vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ofbeldi.

Jafnrétti á vinnumarkaði

Íslensk stjórnvöld hafa með ýmsum hætti unnið gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, t.d. með lagasetningu, jafnlaunavottun o.fl.

Mælaborð 1

Alþingi samþykkti í júní 2022 þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Áætlunin er sú fyrsta sem snýr eingöngu að málefnum hinsegin fólks.


Mælaborð 1

Alþingi samþykkti í byrjun sumars 2020 þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna og gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025.

 

Mælaborð 2Alþingi samþykkti í árslok 2019 þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023. Áætlunin samanstendur af 29 aðgerðum sem skiptast í sex flokka.

Jafnréttissjóður Íslands

Til­gangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Kynjuð fjárlagagerð

Við kynjaða fjárlagagerð er samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða beitt á fjárlagaferlið á öllum stigum. Takmarkið er að ráðstafanir í ríkisfjármálum styðji við markmið stjórnvalda um jafnrétti kynjanna.

Kortlagning sjónarmiða

Samkvæmt lögum skal samþætta kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Kynjuð fjárlagagerð er dæmi um slíka vinnu.

Erlent samstarf

Íslensk stjórnvöld taka þátt í norrænu og evrópsku samstarfi á sviði jafnréttismála og beita sér á vettvangi kvennanefndar SÞ. Jafnrétti kynjanna er jafnframt einn af hornsteinum þróunarsamvinnu Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta