Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023
Mælaborð
Alþingi samþykkti í árslok 2019 þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023. Framkvæmdaáætlunin samanstendur af 29 aðgerðum sem skiptast í sex flokka. Aðgerðirnar eru allar á ábyrgð ákveðinna ráðuneyta. Á þessu svæði er farið yfir framgang aðgerðanna 29 á myndrænan hátt. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt í desember 2019 og sú staða sem hér birtist er staðan miðað við nóvembermánuð 2020. Litaval byggist á huglægu og hlutlægu mati á stöðu aðgerðanna og er unnin í samstarfi við jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna.
Nr | Aðgerð | Flokkur | Staða | Ráðuneyti |
---|---|---|---|---|
01 | Jafnréttissjóður Íslands | A. Stjórnsýslan | Á byrjunarstigi | Forsætisráðuneytið |
02 | Framkvæmdasjóður jafnréttismála | A. Stjórnsýslan | Komið vel á veg | Forsætisráðuneytið |
03 | Jafnréttisfulltrúar ráðuneyta | A. Stjórnsýslan | Hafið | Forsætisráðuneytið |
04 | Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins | A. Stjórnsýslan | Komið vel á veg | Forsætisráðuneytið |
05 | Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða | A. Stjórnsýslan | Hafið | Forsætisráðuneytið |
06 | Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð | A. Stjórnsýslan | Komið vel á veg | Fjármála- og efnahagsráðuneytið |
07 | Jafnrétti og byggðamál | A. Stjórnsýslan | Komið vel á veg | Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið |
08 | Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðall | B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja | Hafið | Forsætisráðuneytið |
09 | Jafnrétti á vinnumarkaði | B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja | Hafið | Forsætisráðuneytið |
10 | Jafnrétti í stjórnum fyrirtækja | B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja | Á byrjunarstigi | Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið |
11 | Jafnrétti og fæðingarorlof | B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja | Komið vel á veg | Félagsmálaráðuneytið |
12 | Lánatryggingasjóður kvenna | B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja | Lokið | Forsætisráðuneytið |
13 | Framkvæmd Istanbúl-samningsins | C. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi | Hafið | Forsætisráðuneytið |
14 | Jafnrétti innan lögreglunnar | C. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi | Hafið | Dómsmálaráðuneytið |
15 | Jafnrétti í skólastarfi - Karlar og kennsla | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Komið vel á veg | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
15 | Jafnrétti í skólastarfi - Jafnrétti og kynbundið námsval | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Komið vel á veg | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
15 | Jafnrétti í skólastarfi - Brotthvarf drengja úr námi og nemenda með annað móðurmál en íslensku | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Komið vel á veg | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
15 | Jafnrétti í skólastarfi - Jafnrétti í félagslífi framhaldsskóla | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Hafið | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
16 | Jafnrétti og öryggi - Jafnrétti og öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi og forvarnir gegn kynbundnu brotthvarfi úr íþróttum | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Komið vel á veg | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
16 | Jafnrétti og öryggi - Jafnrétti og öryggi í leik- og grunnskólum og framhaldsskólum | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Komið vel á veg | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
17 | Jafnrétti á háskólastigi - Jafnrétti og háskólastöður | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Hafið | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
17 | Jafnrétti á háskólastigi - Samstarf jafnréttisfulltrúa háskóla | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Komið vel á veg | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
18 | Jafnrétti, menning og listir | D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf | Hafið | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
19 | Karlar og #ég líka (#metoo) | E. Karlar og jafnrétti | Á byrjunarstigi | Forsætisráðuneytið |
20 | Karlar og heilbrigðisþjónusta | E. Karlar og jafnrétti | Komið vel á veg | Heilbrigðisráðuneytið |
21 | Kyn og neysla | F. Alþjóðastarf | Komið vel á veg | Umhverfis- og auðlindaráðuneytið |
22 | Þátttaka karla í jafnréttismálum | F. Alþjóðastarf | Hafið | Utanríkisráðuneytið |
23 | Innleiðing jafnréttisvottunar í þróunarsamvinnu | F. Alþjóðastarf | Hafið | Utanríkisráðuneytið |
24 | Jöfn tækifæri kynjanna í alþjóðaviðskiptum - "Jafnrétti til útflutnings" | F. Alþjóðastarf | Á byrjunarstigi | Utanríkisráðuneytið |
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.