Hoppa yfir valmynd
C. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti innan lögreglunnar.

Unnið verði að því að fjölga konum innan lögreglunnar og tryggja að vinnumenning lögreglunnar stuðli að jöfnum tækifærum kvenna og karla til starfsframa, símenntunar og starfsþjálfunar ásamt möguleikum bæði karla og kvenna til að gegna stjórnunar- og áhrifastöðum. Markmiðið verði að jafna kynjahlutfallið í heild og innan starfsstiga lögreglunnar, m.a. með greiningu á vinnustaðamenningu, framgangi í starfi og brottfalli innan lögreglunnar út frá kyni, sbr. eftirfarandi aðgerðir:

  • Gerð verði framhaldsrannsókn til að kanna hvort breyting hafi orðið á vinnumenningu innan lögreglunnar frá því að ráðist var í aðgerðir í kjölfar rannsóknar frá árinu 2013 um ástæður þess að konur eru fámennar í hópi lögreglumanna, vinnumenningu og kynjatengsl innan lögreglunnar. 
  • Kyngreindum gögnum um ráðningar, embættisskipanir, framgang í starfi, brottfall úr starfi auk ástæðna brottfalls úr lögreglunni verði safnað og þau greind þar sem markviss og skipulögð söfnun á kyngreindum gögnum er mikilvæg forsenda þess að hafa áreiðanlegar upplýsingar um stöðu karla og kvenna innan lögreglunnar og ná því markmiði að auka jafnrétti innan hennar. 
  • Ráðningaferlið innan lögreglunnar verði greint til að stuðla að gagnsærra og betra ferli. 
  • Unnið verði að því að jafnréttisfulltrúar embætta og jafnréttisfulltrúar í jafnréttisnefnd hafi svigrúm og tíma til að sinna hlutverki sínu. 
  • Settar verði fram fram tillögur að úrbótum við niðurstöðum liða a–d hér að ofan til að tryggja fjölgun kvenna í lögreglunni og auka fjölbreytileika, sbr. fyrrgreind markmið, sem og að bæta vinnumenningu innan lögreglunnar og bæta ráðningarferil.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Dómsmálaráðuneytið í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembætti landsins.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.5, 5.c, 8.8, 10.3 og 16.6. 

Staða verkefnis

Dómsmálaráðuneytið gerði í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra  samkomulag við námsbraut í kynjafræði hjá Háskóla Íslands um framkvæmd rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar og hófstrannsóknarvinnan á haustmánuðum ársins 2021.Tafir urðu á fyrirlagningu rannsóknarinnar vegna COVID-19  en henni lauk 31. október 2022 og hafa rannsakendur nú unnið úr niðurstöðum. Einnig óskuðu rannsakendur eftir kyngreindum gögnum frá öllum lögregluembættum sem nýtt voru í skýrsluskrifin. Rannsakendur munu kynna rannsóknina fyrir lögregluembættunum og fulltrúum dómsmálaráðuneytisins á næstunni til að tryggja góða upplýsingu um framkvæmd hennar.

Annar og þriðji liður verkefnisins eru hluti af jafnréttisáætlun lögreglunnar fyrir árin 2019-2023. Ráðuneytið fær upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra og lögregluembættunum um stöðu og niðurstöður greiningarvinnunnar. Í júní 2021 tók embætti ríkislögreglustjóra í notkun nýtt ráðningarkerfi sem gerir því kleift að skoða ýmis kynjahlutföll, s.s. í umsóknum, boðunum í viðtöl, ráðningum, sem og kynjahlutföll meðal þeirra sem enn eru í starfi ári eftir ráðningu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur einnig innleitt starfslokasamtöl þar sem ástæða starfsloka er skráð með kerfisbundnum hætti.

Verkefnið er komið vel á veg.

Ábyrgð

Dómsmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum