Hoppa yfir valmynd

Jafnrétti á vinnumarkaði

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem heyra undir forsætisráðuneytið, kemur fram að markmið laganna sé meðal annars að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði ásamt því að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Jafnframt er kveðið á um að atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Loks kemur fram að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli setja sér jafnréttisáætlun eða að samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.

Jafnréttisráð

Eftir hverjar alþingiskosningar skipar ráðherra ellefu manna Jafnréttisráð. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af samtökum launafólks, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af samtökum atvinnurekenda, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands, einn fulltrúa sem tilnefndur er sameiginlega af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum, einn fulltrúa sem tilnefndur er af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, einn fulltrúa sem tilnefndur er af Félagi um foreldrajafnrétti og einn fulltrúa sem tilnefndur er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.

Hlutverk Jafnréttisráðs er að stuðla markvisst að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaðinum. Ráðið er stjórnvöldum til ráðgjafar um jafnréttismál í vinnumarkaðsmálum og skal gera tillögur til ráðherra um aðgerðir á þessu sviði. Enn fremur getur ráðið gert tillögur um úrbætur í jafnréttismálum á öðrum sviðum samfélagsins.

Jafnréttisáætlanir

Ráðherra leggur fyrir Alþingi eigi síðar en ári eftir alþingiskosningar tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum einstakra ráðuneyta og Jafnréttisstofu. Í áætluninni skulu koma fram sundurliðuð framkvæmdaáform og áætlaðar fjárveitingar til einstakra verkefna sem tengjast jafnréttismálum. Um mitt tímabil áætlunarinnar skal gerð úttekt á henni og í lok tímabilsins

Sjá einnig:

Yfirlit um lög

Yfirlit um lög er varða mannréttindi og jafnrétti er að finna á vef Alþingis

Yfirlit um reglugerðir

Yfirlit um reglugerðir er varða jafnrétti er er að finna á reglugerd.is

Stofnanir

Úrskurðarnefndir

Nefndir

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira