Hoppa yfir valmynd

Jafnrétti á vinnumarkaði

Endurmat
Endurmat
Launakönnun
Launavottun

Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði

Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þetta þykir mikilvægt til að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði en atvinnuþátttaka er talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt. Við lagasetninguna var höfð hliðsjón af tilskipun Evrópuráðsins 2000/78/EB um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífinu.

Með skýru banni við mismunun á vinnumarkaði er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra í íslensku atvinnulífi og koma í veg fyrir félagslega einangrun einstaklinga. Markmiðið er einnig að sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi hér rætur.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 sem heyra undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, kemur fram að markmið laganna sé meðal annars að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, ásamt því að gera öllum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, óháð kyni. Jafnframt er kveðið á um að atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu enn fremur gæta að stöðu fólks með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá á vinnumarkaði. Loks kemur fram að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli setja sér jafnréttisáætlun eða að samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.

Kærunefnd jafnréttismála 

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök sem telja að ákvæði laga þessara hafi verið brotin gagnvart sér geta í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sinna, eftir því sem við á, leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.9.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum