Hoppa yfir valmynd

Jafnréttissjóður Íslands

Til­gangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.  

Tilgreint er í fjármálaáætlun hvaða ár úthlutun eigi að fara fram á hverju fimm ára tímabili en gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti. Þau ár sem úthlutun fer fram skulu styrkir Jafnréttissjóðs Íslands vera veittir 19. júní.

Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands.

Í starfsreglum Jafnréttissjóðs Íslands er nánar kveðið á um afgreiðslu styrkumsókna.

Við mat á umsóknum skal einkum líta til verkefna og rannsókna á eftirtöldum sviðum:

  1. verkefni sem eru til þess fallin að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu,
  2. verkefni sem varpa ljósi á samfélagslegan, um­hverfislegan og efnahagslegan ávinning af jafnrétti,
  3. verkefni sem er ætlað að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum,
  4. verkefni sem stuðla að fræðslu og forvörnum með það að markmiði að útrýma kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi,
  5. verkefni sem stuðla að fræðslu og forvarnastarfi fyrir ungt fólk um ofbeldi, áreitni og einelti og orðræðu sem ýtir undir slíkt,
  6. verkefni sem stuðla að fræðslu fyrir ungt fólk um ábyrga afstöðu til kynlífs, kláms og kyn­bundins ofbeldis,
  7. verkefni sem stuðla að aukinni þekkingu á vörnum og samræmdum viðbrögðum við ofbeldi í nánum samböndum,
  8. þróunarverkefni í skólakerfinu sem er ætlað að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræðum,
  9. verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stjórnmálastarfi og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess,
  10. rannsóknarverkefni sem eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kynjanna jafnt í samtíð sem fortíð.

Stjórn Jafnréttissjóðs

Ráðherra skipar sjóðnum sjóðsstjórn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Stjórnsýsla sjóðsins, þ.m.t. varsla sjóðsins og dagleg umsýsla hans er hjá Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 15.8.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum