Hoppa yfir valmynd

Jafnréttissjóður Íslands

 

16. febrúar 2018: Kynningarfundur um starfsemi og viðfangsefni Jafnréttissjóðs - upptaka frá fundinum

 

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður með samþykki þingsályktunar 13/144 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Úthlutað verður úr sjóðnum 19. júní ár hvert.

Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja Jafnréttissjóðs Íslands nr. 365/2016

Í starfsreglum Jafnréttissjóðs Íslands er nánar kveðið á um afgreiðslu styrkumsókna.

Í samræmi við þingsályktun um Jafnréttisjóð Íslands og reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum leggur stjórnin áherslu á að veita fé til verkefna sem:

  1. eru til þess fallin að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu,
  2. varpa ljósi á samfélagslegan, um· hverfislegan og efnahagslegan ávinning af auknu jafnrétti og styrkja jafnrétti á alþjóðavísu, t.d. með kynningu á íslenskum lausnum og áherslu á bætta stöðu kvenna í þróunarlöndum og á norðurslóðum,
  3. ætlað er að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi,
  4. falla undir þróunarverkefni í skólakerfinu sem ætlað er að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræðum,
  5. eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar samfélagsþátttöku og stjórnmálastarfs og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess,
  6. eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kynjanna jafnt í samtíð sem fortíð.

Umsókn um styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 16.00.

Umsóknareyðublað

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendur sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins - „Mínar síður“. Þetta fyrirkomulag er til hagræðis fyrir umsækjendur og eykur jafnframt öryggi við móttöku og meðferð umsókna.

Stjórn Jafnréttissjóðs

Alþingi kýs í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands til fimm ára í senn, fimm aðalmenn og jafnmarga varamenn. Síðast var kosið í stjórn sjóðsins 15. mars 2016. 

Sjá einnig:

Yfirlit um lög

Yfirlit um lög er varða mannréttindi og jafnrétti er að finna á vef Alþingis

Yfirlit um reglugerðir

Yfirlit um reglugerðir er varða jafnrétti er er að finna á reglugerd.is

Stofnanir

Úrskurðarnefndir

Nefndir

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira