Hoppa yfir valmynd
B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja

Lýsing á aðgerð

Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðall.

Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í stjórnarsáttmála, og lögum um jafnlaunavottun, nr. 56/2017, þannig að öll fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli hafi öðlast vottun á jafnlaunakerfum fyrir árið 2023. Á gildistíma framkvæmdaáætlunarinnar verði unnið að framkvæmd og eftirfylgni eftirfarandi verkefna:

  • Unnið verði að fræðslu- og kynningarstarfi á faggildri vottun jafnlaunakerfa á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012,                Jafnlaunakerfi – kröfur og leiðbeiningar (jafnlaunastaðall) og laga um jafnlaunavottun. Regluverk jafnlaunavottunar        vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins verði þróað áfram á vettvangi stýrihóps Stjórnarráðsins um vottunar- og          faggildingarmál sem í eiga sæti fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármála- og    efnahagsráðuneytinu og Jafnréttisstofu, svo sem endurskoðun viðmiða til vottunaraðila og eftirlit með ferli    jafnlaunavottunar.
  • Jafnréttisstofa safni og birti upplýsingar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á vefsíðu stofnunarinnar og í skýrslu ráðherra um stöðu og þróun jafnréttis-mála.
  • Þróaður verði hugbúnaður fyrir starfaflokkun og launagreiningar sem auðveldi fyrirtækjum og stofnunum innleiðingu jafnlaunakerfa.
  • Unnið verði að uppfærslu jafnlaunastaðalsins.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið og Jafnréttisstofa í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum við markmið 5.1, 8.5, 8.8, 16.5, 16.10 og 16.b.
 

Staða verkefnis

Á gildistíma framkvæmdaáætlunar var kveðið á um fjóra þætti sem vinna átti að á tímabilinu og teljast þeir allir komnir til framkvæmd.

  • Vinna er hafin við endurskoðun viðmiða og verklag fyrir vottunaraðila.
  • Samkvæmt lögum nr. 150/2020 áttu öll fyrirtæki og stofnanir að hafa lokið við innleiðingu og jafnlaunavottun eða hafa fengið jafnlaunastaðfestingu fyrir árslok 2022. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Hún safnar og birtir upplýsingar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á vefsíðu sinni og í skýrslu ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála. Samkvæmt upplýsingum Jafnréttistofu hafa ennþá mörg fyrirtæki og nokkrir opinberir aðilar ekki lokið ferlinu svo vinnan heldur áfram.  
  •  Hugbúnaður fyrir starfaflokkun og launagreiningar (Embla) sem nýtist við innleiðingu jafnlaunastaðalsins og við vinnu vegna jafnlaunastaðfestingar er nú aðgengilegur fyrir öll fyrirtæki og stofnanir.
  •  Jafnréttisstofa hefur útbúið leiðbeiningar vegna jafnlaunastaðfestingar. Jafnframt hefur Jafnréttisstofa opnað þjónustugátt til að taka á móti gögnum aðila og umsóknum um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu.
  • Uppfærsla staðalsins er í stöðugri endurskoðun.
 

Verkefninu telst vera lokið.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum